Lífið - 01.09.1936, Page 43

Lífið - 01.09.1936, Page 43
LÍFIÐ 201 Eg stóð hjá þessari deilu, þó að hún kæmi mér dálítið við, enda var eg á förum utan. En hún varð til þess, að eg veitti skyldum deilumálum annars staðar á Norðurlöndum meiri athygli en eg annars hefði gert, og ýmsar hugleiðingar spunnust út af því. Á nokkur atriði úr þeim ætla eg að drepa hér. I. Hverjir eru sérstakir yfirburðir íslenskxuinar ? Það kveður stundum við, að tungan, íslenskan, sé mesti kjörgripur þessarar þjóðar. Að einu leyti má undir eins færa þetta til sanns vegar. Tungan greinir manninn, framar öllu öðru, frá skynlausum skepnum. Án hennar væri mannlegt sálarlíf og fé- lagslíf óhugsandi. Einsætt er, að leggja beri rækt við slíkt höfuðtæki menningarinnar, svo að sem bestum notum komi. En nú eru íslendingar ekki einir þjóða um slíka gersemi. Allar þjóðir eiga sér móðurmál og allar leggja þær einhverja i'ækt við það, þó með misjafni'i alúð sé og ýmislegum hætti. Þetta sjónarmið sker því hvorki úr um ágæti ís- lenskunnar né nein önnur vafamál. Ef lof íslensk- unnar á að reynast annað en tómt orðagjálfur, verður að benda á einhverja sérstaka kosti, sem hún hafi fram yfir aðrar tungur. Því má halda fram með rökum, að íslenskunni sé margt stórvel gefið. Hún er gagnorð og þrótt- mikil, og skýr, svo að hún fellur vel að rökfastri hugsun. Málfræðin er torveld, og mikil tamning að læra hana. Orðaforðinn er geysimikill á sumum sviðum. Þá er hún og skemmra komin frá frum-

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.