Lífið - 01.09.1936, Side 44

Lífið - 01.09.1936, Side 44
202 LÍFIÐ lindum sínum en flestar aðrar tungur. Orðin eru ekki jafnslitið gangsilfur og annars gerist, auð- veldara að nema hugsun þá, er hefir mótað þau í öndverðu, og hún er oft furðu spakleg. Þetta og annað fleira, hljóðvörp, viðskeyti og samsetning- ar, veldur grósku í málinu. Á íslensku er kostur meiri ritsnildar en á flestum öðrum tungum, ný orð spretta upp af sjálfum sér, til þess að láta í ljós nýjar hugsanir, og virðast þó vera gömul. Þau hlaupa í skörðin, sem af einhverri tilviljun hafa staðið opin handa þeim. Engin furða er þó menn unni slíku máli, þegar það auk þess er móðurmál þeirra, — verði hrifnir af hljómi þess og kyngi í fögrum kvæðum, dáist að fjörtökum þess í snjallri frásögn. En svo er um móðurmálið sem sumt annað, sem nákomnast er manni, að hverjum þykir sinn fugl fagur. Ef aðrar þjóðir færu að telja fram kosti sinna tungna, mætti íslenskan vara sig. Auði hennar er undarlega hátt- að. Hún er sniðin eftir frumstæðum og fábreytt- um lífsháttum. Hún á tugi orða um allskonar hestaliti, ógrynni heita á veðrum og veðurfari, sérstakt nafn á ýmsum tegundum af rófum (danska orðið hale er útlagt á íslensku: rófa, skott, hali, stertur, tagl, dindill, stél, vél, sporður). En hana skortir enn orð um fjölda af hlutum og hugtökum, sem miklu máli skifta í hugsun, vísindum og menn- ingu nútímans. íslendingar hafa lagt rækt við sína tungu með því að vera á verði gegn erlendum orð- um. Englendingar og Danir aftur á móti með því að taka upp hvert orð, er tönn á festi. Ef vér hrósum

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.