Lífið - 01.09.1936, Side 47

Lífið - 01.09.1936, Side 47
LIFIÐ 205 fyrirhafnarlausu komið í þetta horf né haldið í því. Einstakur málsmekkur hefir þroskast hér í fornöld, í skjóli bókmentaarfsins og einkum hins bundna stíls, og aldrei horfið síðan, þótt misjafnlega vak- andi hafi verið. Bækur og numin kvæði hafa ver- ið mælikvarði á mælt mál, er alþýðu manna var jafnan tiltækur. — Latmælin fengu ekki að vaða uppi. Menn skildu svo talshætti tungunnar, að am- bögulegri hugsun var illa vært. Þessi rækt almenn- ings við málfar sitt, hefir verið aðaluppeldi ótaldra kynslóða. Af íslenskunni hafa þær lært það, sem þær kunnu í sálarfræði, rökfræði og fagurfræði. Vér hugsum ekki um, hve vel vér erum farnir í þessu efni, skiljum það ekki nema með því að bera oss saman við aðrar þjóðir. Ekkert almúga- merki er óafmáanlegra en málfarið. Almúginn er- lendis talar ekki einungis mállýsku, með öðrum framburði, beygingum og orðavali en viðurkent er í ríkismálinu, heldur fylgja mállýskunum einatt ýmis málkækir: menn eru nefmæltir, skrækróma eða hásir, muldra og stama. Og þó að almúgamað- ur sé til menta settur, og læri bókmálið ágætlega, á hann bágt með að losna nokkurn tíma við þessa kæki, ef hann hefir haldið þeim fram yfir ferm- ingu. Og þeir soramarka hann æfina á enda. Eng- lendingur, sem hefir h framan við orð, þar sem það á ekki heima og sleppir því þar sem það á að vera (segir t. d. hall, appy í stað all, happy), verð- úr aldrei talinn gentleman. Ekkert frjálslyndi, eng- in skynsamleg hugsun um að það sé rangt að láta mann gjalda svo uppeldis síns, getur kipt þessu í

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.