Lífið - 01.09.1936, Side 48

Lífið - 01.09.1936, Side 48
206 LIFIÐ lag. Aðrar þjóðir eru í því efni jafn-hótfyndnar og miskunnarlausar og íslendingar, þegar þeir dæma mann ómentaðan, ef hann kann ekki réttritun. Enda verður því ekki neitað, að heil- brigð tilfinning býr undir þessu. Þegar játað er, að tungan sé höfuðtæki mannlegs þroska, er það meira en lítið hirðuleysi og skortur á sjálfsvirðingu að fara illa með þetta tæki. — Kristur sagði, að menn saurguðust meira á því, sem menn létu út úr sér en því, sem menn létu ofan í sig. Rækt við tunguna er sjálfsagður liður í andlegu hreinlæti. Eg skal nú drepa lítið eitt á hvernig horfir fyr- ir frændþjóðum vorum á Norðurlöndum í þessu efni. Af sex þjóðum á Norðurlöndum hafa tvær ein- ar aldrei um langan aldur lotið erlendu valdi: Sví- ar og Danir. Allar hinar hafa verið ósjálfstæðar öldum saman. Allar bera þær þess merki á máli sínu, nema íslendingar. Færeyskan á enn í vök að verjast fyrir ríkismálinu, dönskunni. Norðmenn og Finnar hafa hvorirtveggja sömu söguna að segja. Mál drottinþjóðanna, danska og sænska, urðu um langt skeið ríkjandi í landinu. Þau urðu mentamál, dómsmál, kirkjumál, móður- mál embættismanna og heldri manna, mál höfuð- staðar og bæja. Öll menning landsins varð bundin við þessi útlendu mál, sem almenningur lærði trauðla að skilja og alls ekki að tala. Báðar hafa þjóðir þessar á 19. öld hafið sókn til þess að koma móðurmálum sínum til vegs og valda, gera þau að ríkismálum. í Finnlandi er sigur finsk-

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.