Lífið - 01.09.1936, Page 49

Lífið - 01.09.1936, Page 49
LÍFIÐ 207 unnar vís. Sænskumælandi menn eru nú ekki nema h. u. b. 1/10 hluti landsbúa. í Noregi er baráttan enn svo hörð, að ekki má á milli sjá, hvorir sigra muni. Helst er útlit fyrir, að hvorki landsmáli né ríkismáli verði íullnaðarsigurs auðið. En það er bót í máli, að þessi tvö mál eru svo náskyld, að ekki er loku fyrir skotið, að þau geti á endanum runnið saman og myndað eina tungu. Það er ekkert smáræði, sem þessar þjóðir hafa lagt í sölurnar í baráttunni um tunguna. Eg þarf ekki að tala um fjandskapinn, sem risið hefir af deilum um jafnviðkvæmt mál, um kostnaðinn af að prenta öll opinber skjöl o. s. frv. á tveim málum, um erfiði fyrir æskulýðinn að læra tvö móðurmál o. s. frv. En Finnar hafa varpað frá sér ágætu menningarmáli og tekið upp ótamið alþýðumál í staðinn. Þeir hafa stefnt menningarsambandi sínu við Norðurlönd í voða og einangrað sig með því, þó að öll þeirra pólitíska framtíð vii’ðist komin und- ir sambandi þeirra vestur á við. Landsmálamenn- irnir í Noregi eru fúsir að kasta frá sér öllum hin- um norsku bókmentum á ríkismálinu (gefa Dönum Holberg, Wergeland og Ibsen, slíta bókmálssam- bandi við Dani, sem hefir gefið norsku skáldunum tvöfalt fleiri lesendur en þeir gátu fengið í Noregi einum) og láta ríkismálið, fagurt og fullkomið mál, fyrir óþroskað sveitamál. Hvað hefir gert þessa baráttu svo harða og óbil- gjarna? Þjóðernistilfinning, ást á móðurmálinu, munu flestir halda. En því er ekki svo farið. Með- an þjóðræknin var ein um hituna, var ræktin við

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.