Lífið - 01.09.1936, Page 51

Lífið - 01.09.1936, Page 51
LÍFIÐ 209 hafði verið garðyrkjumaður, brotist áfram til menta af sjálfsdáðum, en komið of seint í skóla til þess að losna við málfarskæki æskuhéraðs síns. Mér rann til rifja að hugsa um, að hann mætti sitja með þetta merki alla æfina, og að það myndi vafa- laust standa honum fyrir embættisframa við há- skólann og gera honum vísindabrautina erfiðari. í fyrirlestrum mínum í Svíþjóð sagði eg stund- um, að á Islandi gæti gestur komið að prestssetri, hitt mann að máli úti á túni, og átt tal við hann góða stund, án þess að geta ráðið af orðfæri hans og mæli, hvort það væri presturinn eða vinnumað- urinn hans. — Þetta þótti furðulegt. Og þegar eg sagði, að sveitabúar töluðu vandaðra og stílfastara mál en höfuðstaðarbúar, fanst áheyröndum það líkast fréttum af annari stjörnu. III. Málin geta klofnað við töku erlendra orða. Hætt- an fyrir íslendinga. Það er ekki ástæðulaust fyrir oss íslendinga, að minnast þess, hvernig aðrar þjóðir eru á vegi staddar í þessu efni. Tungan hefir ekki einungis verið undirstaða menningar vorrar, heldur líka sjálfstæðis út á við og jafnan inn á við. Þó að sam- lyndi þyki hér stundum valt í landi, þekkjum vér ekki hinn bitra fjandskap, er leiðir af því að þjóð skiftist milli tveggja tungna. Enginn getur komist hjá því að fyllast þakklátssemi við þær kynslóðir, er vernduðu alþýðumál vort á erfiðustu öldunum. 14

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.