Lífið - 01.09.1936, Page 57
LÍFIÐ
215
finna íslensk orð um alla nýja hluti og hugtök,
■sem að oss berast. Það er barátta, sem á sér hvorki
upphaf né endi, en dæmi vort á umliðnum öldum
sýnir, að vér þurfum ekki að leggja árar í bát. Hér
hafa alt af verið að skapast ný orð frá upphafi Is-
lands bygðar, og hugsun þjóðarinnar hefir ekki
þroskast á öðru meir. Þessi orð hafa ekki myndað
sig sjálf. Þeir einstaklingar, sem hafa nent að
hugsa, hafa hver lagt sinn skerf til. Hinir tala
mest um, að alt eigi að koma af sjálfu sér, sem
aldrei hefir dottið neitt í hug.
En þó einstaklingar hafi jafnan átt frumkvæðið,
fer því fjarri, að réttur almennings hafi verið fyrir
borð borinn. Dómur hans hefir jafnan verið hæsta-
réttardómur. Orð lifa ekki nema þau séu á vörum
manna.
En láti almenningur glepjast svo, að hann dæmi
alla þessa viðleitni einskis nýta, þá dæmir hann
sjálfan sig. Alþýða manna á hér mest á hættu. Hún
Verður það, sem geldur þess, ef íslenskan klofnar
og þjóðin skiftist í stéttir eftir málfari. Máltækið
segir, að á mjóum þvengjum læri hundarnir að
stela. Erlendum orðum fylgir skakkur framburður,
beygingaleysi og hálfur eða rangur skilningur. Þeg-
ar þau eru orðin nógu mörg, fara þau að hafa
áhrif á íslensku orðin. Hljóðkerfi málsins raskast,
beygingar skekkjast, menn hætta að kæra sig um
að skygnast fyrir rætur orðanna. Þá hafa íslend-
ingar eignast skrílmál og þaðan er skamt til þess
■að fleiri einkenni skrílsins komi á eftir.