Lífið - 01.09.1936, Page 60

Lífið - 01.09.1936, Page 60
218 LIFIÐ það hafi atvikast, að villimenn vöndust á þetta kyn- lega atferli, að sjúga upp í sig eitraðan reyk og blása honum svo út úr sér aftur. En einna senni- legust virðist sú, að þeir hafi borið með sér kyndl- ana, til þess að fæla frá sér eiturflugur; en þær eru víða hinn versti bitvargur, einkum þar sem heitt er og votlent. Þar sem þessir menn þektu hvorki vagna né hesta, urðu þeir að fara gangandi og bera með sér veiði sína og veiðiáhöld. Munu þeir þá hafa haft nóg að gera með hendurnar, og tekið það ráð, að bera kyndilinn í munninum. Til þess að örfa brun- ann og halda eldinum við, sugu þeir svo að sér reykinn. Eitrið braut sér þá leið gegnum slímhúð munnsins og inn í blóðið og gerði manninn að eit- urneytanda. Indíánar munu lengi hafa iðkað reykingar, áð- ur en Ameríka fanst, því að reykjarpípur hafa fundist meðal fornleifa í gömlum haugum í Perú, Mexikó og Bandaríkjum Norður-Ameríku. Tóbak var fyrst flutt til Evrópu árið 1510. Gerði það Spánverjinn Francisco Fernando frá Tóledo. Flutti hann fræin þangað og sáði þeim í spanska mold. Jean Nicot flutti tóbak fyrst inn í Frakkland árið 1588. Hann var sendiherra Frakka í Portúgal, og sendi tóbaksbirgðir til Maríu af Medici Frakk- landsdrotningar. Við þennan Nicot er eitrið í tó- bakinu kent, og kallað n i k ó t í n . Til Englands kom tóbakið 1560 með Ralph Lane ríkisstjóra í Virginíuríki. Walter Raleigh og Francis Drake

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.