Lífið - 01.09.1936, Síða 61
LIFIÐ
219
gengu á undan öðrum í því að læra reykingar, og
þótti það þá fínt er slíkir höfðingar og glæsimenni
höfðu það fyrir öðrum. Kannast flestir við söguna
af Raleigh, þegar þjónn hans sá hann reykja i
fyrsta sinn. Hélt þjónninn að kviknað væri í hús-
bónda sínum og sótti í dauðans ofboði fulla fötu af
vatni og steypti yfir höfuðið á honum til þess að
slökkva eldinn. Vegna þess, að þessir glæsilegu
höfðingjar gengu á undan, breiddist tóbaksnautn
óðfluga út á Englandi. Þá var því haldið þar fram,
að tóbak hefði svo mikinn lækningakraft, að það
væri meðal við næstum því öllum hugsanlegum
sjúkdómum.
Augu manna opnuðust þó fljótlega fyrir þeirri
staðreynd, að hér var um hættulegt eitur að ræða.
■ Þeir, er stjórnuðu löndunum, óttuðust afleiðing-
arnar. Öflug barátta var þá hafin um víða veröld
gegn hinum nýja sið. Tóbaksnautn var víða bönn-
uð, og lagðar við hinar grimdarlegustu refsingar.
í Tyrklandi var t. d. venja að reka pípuna í gegn
um nasir tóbaksmanns, sem uppvís hafði orðið. I
Rússlandi var néfið skorið af tóbaksmanninum.
Yrði hann uppvís að tóbaksnautn í annað sinn, var
hann tekinn af lífi. Katólska kirkjan ógnaði mönn-
um með bannfæringu, ef þeir neyttu tóbaks. James
hinn fyrsti Englandskonungur lýsti tóbaksnautn-
inni með eftirfarandi orðum: „Tóbak er viðbjóðs-
legt fyrir augun, hatramlegt fyrir nasirnar, skað-
vænlegt heilanum og voðinn sjálfur fyrir lungun,
og hinn svarti stæki mökkur þess gengur næst hin-
um helvíska reyk frá hinu botnlausa díki glötunar-