Lífið - 01.09.1936, Side 62

Lífið - 01.09.1936, Side 62
220 LÍFIÐ innar“. Þrátt fyrir öfluga mótspyniu breiddist tó- baksnautn óðfluga út, svo að ekki varð rönd við reist. Og seint á 17. öld var England farið að fá miklar tekjur af sölu þess. Og nú er svo komið, að margir þykjast mega við því, að verja miklum fjár- upphæðum til tóbakskaupa, þótt þeir hafi varla málungi matar, og verði að horfa í hvern eyri til allra nauðsynja. Jafnvel í löndum, eins og Kína og Indlandi, þar sem þúsundir og jafnvel miljónir svelta í hel árlega, nota menn tóbak meira en víð- ast annars staðar. Margur verkamaðurinn í Kína fær ekki nema eina krónu á dag í kaup fyrir 16 stunda vinnu. En hann flytur með sér tóbak og pípu til vinnunnar, eins og þetta væri fæða, sem bygði upp líkamann, eða eitthvert heilsulyf. EITUR. Það er eitrið í tóbakinu, sem gerir menn að þrælum þess, svo að þeim finst þeir ekki geta án þess verið. Sé eitríð tekið úr tóbakinu, finst tóbaks- mönnum ekkei*t gagn að því lengur. í öllu tóbaki er 1—4% af nikótíni. En það er svo magnað eitur, að ef tveir dropar af því óblönd- uðu, eru látnir leka á hundstungu, þá éta þeir sig gegnum húðina og komast inn í blóðið og valda dýrinu bráðum bana. Einn einasti dropi af óblönd- uðu nikótíni, sem kemst inn í blóð kanínu, hefir þau áhrif, að hún dettur dauð niður. Þýskur vís- indamaður komst að því með rannsókn, að í reyk

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.