Lífið - 01.09.1936, Side 63

Lífið - 01.09.1936, Side 63
LIFI.Ð 221 úr einum vindli er nóg eitur til þess að drepa mann, komist það í blóð hans í einum skamti. Vísindamaður einn í Rússlandi tók nokkrar kan- ínur og bjó svo um, að inni hjá þeim var loftið sífelt blandað sígarettureyk. Að öðru leyti var vel séð fyrir þörfum þeirra. Sumar af kanínunum dóu, áður en mánuður var liðinn, hinar, sem lifðu af, sýndust venjast reykn- um, svo að þær sakaði ekki. Þær voru orðnar að tóbakskanínum. En eftir fimm mánuði voru þær teknar af lífi og rannsakaðar; þá kom það í ljós, að þær voru allar sjúkar af eituráhrifum; hver ein- asta þeirra var hjartabiluð og með sýktar æðar. Franskir vísindamenn gerðu fyrir nokkrum árum rannsókn á tóbaksáhrifum á dýr. Þegar hundur var látinn anda að sér tóbaksreyk, þá minkaði blóð- þrýstingin snögglega, en óx síðan hröðum skrefum. Það var vegna þess, að æðarnar drógust saman við eituráhrifin, svo að hjartað varð að vinna marg- falt erfiði, til þess að þrýsta blóðinu út um líkam- ann. Sama var að segja um æðarnar í heilanum, og einnig um nýrnagangana, þeir drógust saman, svo að nýrun gátu ekki unnið á réttan hátt. Svipuð þessu eru áhrif tóbaks á mennina. Miklir tóbaksmenn eru oft mæðnir og fá hjart- slátt við áreynslu, og margir tóbaksmenn deyja af hjartabilun og nýrnasjúkdómum. Mark Twain hafði tóbakshjarta, sem kallað er, það varð hans banamein. Læknum kom saman um, að Mc Kinley Bandaríkjaforseti, sem var myrtur 1901, hefði lif-

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.