Lífið - 01.09.1936, Page 64

Lífið - 01.09.1936, Page 64
222 LIFIÐ að af sárið, sem hann fékk, ef blóð hans hefði ekki verið skemt af tóbakseitri. Áhrif á vöðva og taugar. Þá eru áhrif tóbaks á kraftana viðurkend. — Prófessor Lombard við háskólann.í Michigan gerði tilraunir á sjálfum sér. Hann mældi vöðvaafl sitt með venjulegum kraftmæli og fann, að þá dag- ana, sem hann reykti fimm sterka vindla, var vöðvaafl hans 41 % minna en þegar hann var laus við eituráhrif. Þetta vita aflrauna- og íþróttamenn. Þeir varast tóbak eins og heitan eld, þegar þeir búa sig undir sýningar eða kappraunir. Það er ekki aðeins, að nikótín dragi mjög úr vöðvaaflinu, heldur lamar það og taugakerfið, svo að stjórnin á vöðvunum verður óstyrk. Menn hafa ef til vill veitt því eftirtekt, að þeir, sem reykja mikið af sígarettum, eru vanalega skjálfhentir. Gott dæmi, þessu til sönnunar, er atburður, sem vildi til í Kaliforníu fyrir nokkrum árum hjá Luther Burbank. Burbank var, eins og menn vita, nokkurs konar Edison á sviði jurtafræði og garðyrkju. Hann hefir svo að segja skapað nýjar jurtir og gefið heimin- um, bæði til skrauts og fæðu. Jurtakynbætur hans voru eitthvert mesta vanda- verk og heimtuðu ekki minni nákvæmni en úr- smíði og önnur fíngerðustu störf. Hann segir sjálf- ur svo frá: ,,Eg hefi um tuttugu menn í þjónustu minni, til þess að hjálpa mér við hin vandasömu

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.