Lífið - 01.09.1936, Side 65

Lífið - 01.09.1936, Side 65
LIFIÐ 223 störf mín. Hvert sinn, sem eg sé að einhver þessara manna er ekki vaxinn þeim vanda, sem verkið út- heimtir, læt eg hann fara úr þjónustu minni. Fyrir nokkru spurði ráðsmaður minn, hvort eg kynti mér lífsvenjur starfsmanna minna. Og þegar eg neitaði því, þá sagði hann, mér til mikillar undr- unar, að hver einn og einasti þessara manna, sem eg vísaði úr vistinni, neytti vínanda og tóbaks. Þessir menn, sem voru vel færir um að vinna vanalega garðvinnu, kölluðu vandasömu störfin mín nostur og urðu að gefast upp við þau, vegna þess, að þeir höfðu enga getu til þess að einbeita taugaorku sinni. Eg get alls ekki treyst tóbaks- manni, til þess að vinna sum af þessum hárná- kvæmu störfum, jafnvel þótt hann reyki ekki nema einn vindil á dag“. Þannig farast orð hinum mikla vitringi á sviði jurtafræðinnar. En það eru fleiri en hann, sem vita, hver áhrif tóbak hefir á getu manna og afrek öll. Þess vegna hafa yfir 40 stórfyrirtæki í Massa- chusetts tekið sig saman um það, að ráða aldrei til sin pilt innan 18 ára, ef hann reykir. 69 verslunar- hús í Detroit hafa tekið upp sömu reglu. Og mörg stærstu fyrirtækin í Chicago hafa útrýmt tóbaks- nautn meðal starfsmanna sinna. Þennan sið ætti að taka upp víðar. Það væri góð bending fyrir unga menn, sem ekki stendur á sama um framtíð sína, en vilja brjóta sér leið til þroska, fjár og frama.

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.