Lífið - 01.09.1936, Page 66

Lífið - 01.09.1936, Page 66
224 LIFIÐ Nú hefir verið vikið að því, hver áhrif tóbaks- nautn hefir á heilsufar. Mætti mörgu bæta við það, t. d. því, að tóbak ertir slímhúðina í munni og koki, og fá langtum fleiri tóbaksmenn krabba- mein í varir, tungu og kok en aðrir, sem lausir eru við tóbak. Sömuleiðis stækkar oft úfurinn í tóbaks- mönnum á óeðlilegan hátt. Hindrar það andar- drátt og veldur óþægindum. Áhrif tóbaks á námsgetu. Þótt ill séu áhrif tóbaks á hjarta, nýru, lungu og vöðva og taugar, þá tekur þó hitt út yfir, hve mjög það lamar andlegan þroska og alla hæfileika til náms. Til eru að sönnu ágætir námsmenn, sem neyta tóbaks, en það er fremur undantekning en regla. Og væri öllum námsmönnum skift í tvo flokka og væru tóbaksmenn í öðrum, en í hinum þeir, sem lausir eru við tóbakseitrun, þá myndi muna miklu, hve hinn síðarnefndi flokkur bæri af að allri náms- .getu. Eru því til sönnunar margar rannsóknir, sem jafnan hafa leitt að sömu niðurstöðu. Þannig rannsakaði prófessor Seaver í tíu ár sam- fleytt allan þann sæg unglinga, sem innrituðust í Yale háskólann. Hann skifti þeim í tvo flokka, þá sem reyktu og þá, sem ekki reyktu. Hann fann það út, að hinir fyrnefndu, þ. e. reykingamenn- irnir, voru 15 mánuðum eldri til jafnaðar en hin- ir; þeir höfðu orðið þetta á eftir á leið sinni að hinu sameiginlega takmarki, sem sé að ná inntöku í háskólann. Þótt þessir tóbaksdrengir væru svona

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.