Lífið - 01.09.1936, Side 67

Lífið - 01.09.1936, Side 67
LiIFIÐ 225 mikið eldri, voru þeir þó einum þriðja þumlungs iægri en hinir til jafnaðar og höfðu minna lungna- þol. 500 drengir í einkaskólum voru rannsakaðir. Nákvæm mæling sýndi, að þeir sem reyktu, voru 12—15% á eftir hinum að námsþroska. Önnur rannsókn fór fram í 16 skólum víðsvegar um Bandaríkin. Voru í þessum skólum 800 dreng- ir. Þar reyndust tóbaksmenn 17—28% síðri en þeir, sem lausir voru við tóbakseitrun. Samanburður á 50 reykingamönnum og 50 lausum við tóbak, fór fram í landbúnaðarháskól- ■anum í Kansas. Þessir menn voru valdir af handa- hófi. Rannsóknin leiddi í ljós, að tóbaksmenn voru 28% á eftir hinum og í flokki þeirra tóbaksmann- anna voru 74% allra þeirra, sem fallið höfðu í ÍTegn við skólann. Þetta, sem hér hefir verið tilfært, ásamt fjöl- mörgu öðru, sýnir það, að hver nemandi þarf á skýrri hugsun að halda og ósljófgaðri af eiturá- hrifum, sé honum ant um velferð sína, og vilji hann ekki verða eftirbátur annara. Tóbak hindrar vöxt. Margt bendir til þess, að sú starfsemi frum- ■anna, sem veldur vexti og þroska ungviðis, sé frá- brugðin frumustarfsemi hins fullorðna. Við ýmsar tilraunir á ungum dýrum hefir það sýnt sig, að tó- bak hefir stórum verri áhrif á selluskiftingu og vaxtarstarfsemi ungviðis en á viðhaldsstarfsemi binna fullvöxnu. lB

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.