Lífið - 01.09.1936, Side 68

Lífið - 01.09.1936, Side 68
226 LIFIÐ Það er t. d. hægt að fóðra ungviði þannig, að það haldi áfram að lifa, án þess að vaxa. Þannig voru tveir naggrísir (Guinea pigs) tekn- ir fjögurra daga gamlir og neyddir til að anda að sér tóbaksreyk. Á 44. degi vógu þessi litlu dýr, annað 174 grömm, en hitt 169 grömm, en hefðu þá átt að vega 330 grömm hvort, til þess að ná meðalþyngd jafnaldra sinna. Annað dýrið dó 44 daga gamalt, en hitt lifði og var látið halda áfram eiturönduninni. Við lok þriðja mánaðarins vóg dýr- ið 295 grömm, en meðalvigt jafnaldra þess var þá 485 grömm. Svo mikið hafði eitrið kipt úr því vexti, þótt það hefði ekki orðið því að bana. Vel er það vitað, að sígarettan hindrar vöxt og þroska og er því erkióvinur allrar æsku. Sýnir það sig í löggjöf þeirri, sem ,bannar að selja börnum tóbaksvörur, meðan þau hafa ekki náð ákveðnu aldurstakmarki. Þetta hefir't. d. lengi verið bæjar- samþykt hér í Reykjavík. Var það að sönnu papp- írsgagn eingöngu um langan aldur, en hefir nú verið tekið upp aftur af barnaverndarráði. Og má nú ekki selja neinum tóbaksvörur innan 14 ára ald- urs. Samskonar eða svipaðar ráðstafanir gilda í fjölmörgum menningarlöndum. Ráðandi menn í Japan urðu hugsjúkir út af því, hve margir borgarar landsins voru litlir vexti. Þá voru tilraunir gerðar, til þess að rannsaka áhrif tóbaks á þroska ungviðis. Að því loknu var frum- varp til laga borið upp í þinginu þess efnis, að öll tóbaksnautn skyldi bönnuð hverjum borgara, karli

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.