Lífið - 01.09.1936, Side 69
LÍPIÐ
227
og konu, innan tvítugs aldurs. Frumvarpið varð að
lögum.
Japanski stjórnmálamaðurinn, sem bar fram
frumvarpið, sagði: „Eg vil leyfa mér að bera fram
í stuttu máli ástæðurnar fyrir því, að þetta frum-
varp er fram komið. Nýlega hefir borið á því, að
jafnvel börn í barnaskólum vorum eru tekin að
reykja lélegar sígarettur, fluttar inn frá öðrum
löndum. Vér óttumst, að afleiðingarnar geti orðið
þær, að þjóð vor lendi niðri í sama ástandinu og
nú á sér stað í Kína og á Indlandi. En það er vegna
þess, að tóbak líkt og ópíum er illkynjað eitur, sem
lamar taugakerfið og sljófgar andlega hæfileika
barnanna, sem neyta þess, og er slíkt rothögg á
lífskraft þjóðarinnar“.
Greinargerðin er stutt og laggóð, og gæti verið
til fyrii-myndar. Ættjarðarást Japana á sér engan
líka, enda varð frumvarpið að lögum, og má það
heita einstakt í sinni röð. Að vísu bannar eitt af
Bandaríkjum Norður-Ameríku tóbaksnautn innan
18 ára aldurs, og liggur 5 dollara sekt við fyrsta
broti, 10 dollara sekt við öðru, og þannig hajkkar
sektin um 5 dollara við hvert brot.
Kostnaðarhliðin.
Jafnvel kostnaðarhliðin er þung á metum. öll-
• um sæmir illa að fleygja fé sínu fyrir verra en
ekkert, en þó fer þeim það enn verst, sem sokknir
eru í skuldafen, svo að afkoman er hin tvísýnasta
og ekkert fé fyrir hendi til neins, nema það sé
fengið að láni frá öðrum.
15*