Lífið - 01.09.1936, Side 70

Lífið - 01.09.1936, Side 70
228 LIFIÐ Það fé, sem Islendingar, með sínar 100 miljóna skuldir á baki, verja nú til þess að kaupa tóbak fyrir, var á síðastliðnu ári yfir hálfa fjórðu miljón króna, eða yfir 300,000 kr. meira en verð alls áfengis, sem íslendingar keyptu á s. 1. ári. Ef allir, ungir menn og gamlir, karlar og konur, neyttu jafn mikils, þá væri það á ári nálega eitt kílógram á mann. Er það meira en í Noregi og Finnlandi, en minna en í Bandaríkjunum, Hollandi og Belgíu. í þessum löndum eru notuð árlega 3 kg. á mann. Auðkýfingar þar í löndum eiga tóbaksekrur og gera allskonar gyllingar, til þess að auka söluna, með auglýsingum og fleiri ráðum. Þetta ár, sem nú er að líða, er áætlað að íbúar landsins snari út hátt á fjórðu miljón fyrir tóbak. Nokkuð af því fer að sönnu til þeirra landsbúa, sem vel eru að því komnir, og ættu vel fyrir því að hljóta svo ríflegan skamt, að þeir þyrftu ekki á fleiri að halda. Á eg þar ekki við andstæðinga mína í trúmálum, stjómmálum, eða nokkrum öðr- um málum — mér er vel við þá alla —, heldur eru það kláðamaurarnir. Þeir fá 12—14 þúsund króna virði af tóbaki árlega. Og mun það vera eina tó- bakið, sem gagn verður að á fslandi. Hefir tóbak reynst best allra eiturlyfja til sauðfjárbaða. Og má marka hollustuna nokkuð af því. Hitt, sem mannkindunum er ætlað að neyta, nemur mikið yfir hálfa fjórðu miljón króna, þótt dregið sé frá alt það, sem sauðkindunum er ætlað. Auðvitað fer ekki alt þetta fé út úr landinu. Rík-

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.