Lífið - 01.09.1936, Side 72

Lífið - 01.09.1936, Side 72
230 LÍFIÐ skólanum meðtöldum. Til allra þessara menningar- mála varði ríkið röskum helmingi af upphæðinni, sem íslendingar hafa varið til tóbakskaupa á ár- inu. Það fé, sem varið er til allra menningarmála á landinu, nemur ca. 2/7 af vín- og tóbaks-fénu. Þannig ver þjóðin meira fé til ómenningar* en til menningarmálanna. Ómenningarféð er greitt með glöðu geði, en menningarféð með tregðu og lög- tökum, og haft á orði að draga úr því, hvenær sem þarf að spara. Meðan þessi hlutföll eru svona hrapallega öfug, má segja, eins og stendur í gömlu þjóðsögninni, að „fleiri toga niður en upp“. Yrði nú einn góðan veðurdag hausavíxl á þessu, t. d. fyrir áhrif kennarastéttarinnar og nemenda í skólum, þannig, að fleiri færu að toga upp en nið- ur, og yrði þessum 6 miljónum varið til góðra hluta, þá mætti á fáum árum byggja fyrirmyndar heimavistarskóla í hverju fræðsluhéraði og næg skólahús í þorpunum, svo að hvergi þyrftí að tví- og þrísetja í sömu stofu, leikvelli, barnagarða, sundlaugar, fósturskóla og dagheimili í öllum þorpum og bæjum, gefa útvarpstæki inn á hvert heimili, og þetta alt án þess að taka eyri frá nokkru því starfi, sem gagn er að. Og ætti þá fóst- urjörð vor sterkari, greindari og göfugri þjóð eftir en áður, og frjálsa undan oki heimskulegra eitur- nautna. Áhrif tóbaks á skapgerð. 111 eru áhrif tóbaks á hjarta og æðar, heila og *) Þessar tölur eru miöaöar viö árið 1935.

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.