Lífið - 01.09.1936, Page 73

Lífið - 01.09.1936, Page 73
LÍPIÐ 231 taugar, nýrun og yfirleitt á alla lífsstarfsemina, en hitt er þó verra, ef það er satt, sem ýmsir menn trúa og margt virðist benda á, að tóbakseitrið sljófgi siðferðistilfinninguna og ali á skeytingar- leysi, svo að ekki sé hikað við að fremja þau verk, sem aldrei hefðu verið unnin, ef eitrið hefði ekki verið búið að lama hinar viðkvæmu stöðvar heilans, þar sem samúð og sjálfstjóm mannsins eiga sér að- setur og alt taumhald á hinu lága og dýrslega. Dómari einn sagði um fanga, sem hann hafði rannsakað, og sem játað hafði á sig morð: ,,Þessi ungi maður reykir svo mikið af sígarettum, að tó- bakið í þeim nemur einu pundi á viku. Þetta er nóg til þess að skaða svo heila hans, að hann er fjarri öllu normal ástandi. Þetta veldur því aftur, að maðurinn ber ekki ábyrgð á glæp þeim, er hann hefir drýgt“. Á hinu bar fanginn auðvitað ábyrgð, að hafa gert sjálfan sig óábyrgan gerða sinna með eitur- nautn. Svipaðan vitnisburð gefur Ben Lindsey dómari við unglingaréttinn í Denver. En Lindsey er fræg- ur um víða veröld fyrir djarfa og drengilega bar- áttu fyrir velferð barna. Var hann upphafsmaður að mikilli löggjöf og mörgum nýjungum í þágu barnavelferðarmála. Var það á þeim tímum, sem margt af slíku þótti fáheyrð fjarstæða, svo að hann var ofsóttur, en nú hefir það flest verið við- urkent og tekið upp víða um heim. Ben Lindsey hefir verið nefndur drengjavinurinn. Var eg svo heppinn að vera einn dag gestur hans, og viðstadd-

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.