Lífið - 01.09.1936, Page 78

Lífið - 01.09.1936, Page 78
236 LIFIB Móðir, sem gefur barni sínu brjóstið á ákveðn- um tímum, er að leggja grundvöll að sjálfstjórn í skapgerð þess. Sú móðir, sem aftur á móti gefur því, hvert sinn sem það orgar, er að leggja grund- völl að óstjórn og yfirgangi í fari þess. Þær mæður, sem venja börn sín á að sjúga þumalfingur, nota dúsu eða svonefnda snuðtúttu, eru að stofna til nautnasýki og ástríðu þrældóms í hinni ómótuðu skapgerð. Næsta ógæfuþrepið ligg- ur niður að sætindaáti, þriðja niður til sígarettunn- ar, og það fjórða niður til flöskunnar. Sannast þar hið fornkveðna, að ein syndin býður annari heim. uns ekki verður dýpra sokkið. En til þess að fullnægja þessum ástríðum, eru oft notuð hin óleyfilegustu meðul. Þannig er þa5 staðreynd, að næstum því alt það fé, sem rænt er og stolið af börnum hér í Reykjavík, fer fyrir sæt- indi og sígarettur. Þannig ýtir nautnasýkin barninu smáum skrefum út á glæpabrautina. Fari samviskan að segja til sín eða ótti við refs- ingu, þá er að kveikja í sígarettunni, halla sér aftur á bak og horfa á hringina liðast í loftinu. Eitrið lamar sektarmeðvitund og sómatilfinningu og friðandi skeytingarleysismók kemur í staðinn. Það sem allra mest vegur á móti þessum ófarn- aði, er heilbrigt æskulíf. Sá maður, sem ungur venst á heilbrigðar nautnir af alskonar íþróttum, skauta- og skíðahlaupum, sundi og sjóböðum, hefir meiri nautn af hreinu útilofti en eitruðum reyk, og" meiri nautn af góðu steypibaði en af að taka í nef-

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.