Sameiningin - 01.09.1952, Blaðsíða 12
58
Sameiningin
lægara oss í tímanum en hið Nýja og svo einnig hitt, að
hinn hellenski heimur, sem Nýja testamentið er að nokkru
sprottið úr, stendur oss nær menningarlega en hinn he-
breski. En samt gildir að mxklu leyti sama máli um Nýja
testamentið, þar sem það og trú þess er byggt á opinberun
Guðs meðal Gyðingaþjóðarinnar. Margar trúarhugmyndir,
sem liggja til grundvallar kristinni trú, eru nútímamannin-
um lítt skiljanlegar eins og til dæmis Messíasarhugmyndin
og kenningin um friðþægingu.
Gamla testamentið, sem er umræðuefni vort að þessu
sinni, hefir verið kannað meir en nokkurt annað safn rita.
Að þeirri könnun hefir verið unnið um nokkurra alda skeið,
en árangurinn samt að heita má mestallur unnizt síðast-
liðin hundrað árin. Þrátt fyrir þetta er samt margt enn í
óvissu viðvíkjandi sögu og trúarbrögðum hebreanna, og
vinna sérfræðingar stöðuglega að lausn ýmissa vandamála.
Hér er um að ræða ýmisleg smáatriði, sem leikmanninum
þykir ekki ævinlega skemmtileg eða girnileg til fróðleiks.
Én samt er þýðmg þeirra mikil þegar saman eru sett og
þau mynda heildarmynd eða gera ljósari mynd, sem áður
hefir ekki verið með öllu skýr. Hér verður þá einnig rætt
um slíkar rannsóknir, sem gerðar hafa verið, en virðast ef
til vill ekki faílnar til að veita mönnum andlega ánægju.
Þær snerta heldur ekki trú vora né trúarlega afstöðu til
R.itningarinnar. En að mínum dómi veita þær nokkra inn-
sýn inn í heim, sem fáir gefa sér tíma til að kynnast.
Fornleifafræðin verður að teljast vera ný vísindagrein.
Enda þótt menn hafi grafið í jörðu sér til fróðleiks öldum
saman, er það ekki fyrr en á síðustu áratugum, að hún
hefir veitt mönnum þau kynstur fróðleiks um liðna tíma
og háttu manna iyrr á öldum, sem nútíma vísindaaðferðir
hafa getið af sér. Fornleifafræðin er einnig í hugum manna
oftast tengd greftri í jörðu, þegar grafið er eít±r rústum
borga og mannvirkja og leitað að leifum horfinna menn-
ingartímabila. En hún nær einnig yfir annað svið: handrita-
rannsóknir. Það er og rétt, að „handrit“ fmnast stundum,
þegar grafið er í rústir, en tíðara mun það, að „handritin“
séu leirflögur eða steinar, sem letrað er á. Einn hinn merk-
asti fundur síðari ára, er hneig í þessa átt, gerðist suður á
Sýrlandi, er franskir fornleifafræðingar fundu heilt „bóka-
safn“ áletrana frá því um 1200—1400 f. Kr. Þetta gerðisl