Sameiningin - 01.09.1952, Page 19
Sameiningin
65
margs að minnast frá liðinni tíð, og ég hefi margs að minn-
ast frá þessum stað hér á Grund. í kirkju og kristilegu
starfi hefir kirkjan hér í rúm 60 ár leikið stóran þátt í
andlegu starfi byggðarinnar. Fyrsta minning sem ég á í
sambandi við þessa kirkju var þegar ég var fermdur 1897,
og' hefir mér æfinlega síðan þótt vænt um þessa höfuð-
kirkju byggðarinnar, kirkju Frelsissafnaðar, og það lifa
enn í hjarta mínu nokkrir neistar frá þeirri tíð. Oft hefir
byggðin sameinast á þessum stað, þegar eitthvað þýðingar-
mikið hefir verið á ferðinni, og þar á ég og allur þorri hins
eldra fólks og margir ungir líka, margar helgar endurminn-
ingar frá þeim samfundum. Hér átti séra Hafsteinn Péturs-
son, fyrsti prestur í Argyle, sem hér átti heimilisfang, heima
í litlu húsi hérna suður á balanum, þar bjó hann einn.
Séra Jón Bjarnason og hann voru þeir fyrstu sem boðuðu
kristindóminn fólki í Argyle og lögðu grundvöllinn að kirkju
og kristilegu starfi, sem hefir svo mjög auðgað fólkið í
byggðinni að andlegum verðmætum og flutt blessun í skaut
þessarar fögru sveitar.
Ég get ekki hugsað mér farsælli sveit eða betra og þakk-
látara fólk heldur en einmitt hér í Argyle, og minsta kosti
að nokkru má þakka það kirkju og kristilegu starfi innan
byggðarinnar, hér hefir aldrei verið sundrung. Ég man vel
eftir því þegar fregnin kom, að séra Hafsteinn væri búinn
að segja upp starfi og væri að flytja til Winnipeg; og hér
var hann kvaddur af sameiginlegum hóp úr öllum pörtum
byggðarinnar.
Hér var séra Jóni J. Clemens fagnað og hann kvaddur.
Þá munum við öll er séra Friðrik Hallgrímssyni var fagnað
1903 og svo kvaddur 1925. Séra K. K. Ólafsson var fagnað
í Glenboro, en hér var hann virkilega kvaddur 1930. Séra
Agli Fáfnis var fagnað af prestakallinu 1930 og kvaddur héi
á Grund 1945. En 1947 var séra Eric H. Sigmar fagnað og
kvaddur hér 1951, og allir þessir prestar hafa lagt stein í
vegg hins helga musteris, og á margvíslegan hátt auðgað líf
fólks í byggðinni. Byggðin hefir verið prestslaus í ár og nú
eftir langt stríð erum við búin að fá prest, og erum við
hingað komin til að fagna honum og bjóða hann velkominn
tii safnaðanna og starfsins. Séra Jóhann Fredriksson hefir
nú verið settur inn í embættið á formlegan hátt af hinum
nýkosna forseta kirkjufélagsins, séra Valdimar J. Eylands.