Sameiningin - 01.09.1952, Qupperneq 20
66
SAI.ÍEININGIN
Séra Jóhann Fredriksson, við bjóðum þig hjartanlega
velkominn í bygg'ðina og starfið ásamt konu þmni og
börnum. Ég býð ykkur velkomin í nafni prestakallsins og
safnaðanna sameiginlega. Ég býð þig velkominn í sæti
prestanna, sem hér hafa þjónað. Ég veit að fólkið hér mun
taka saman höndum við þig og gefa þér allan mögulegan
styrk í starfxnu. Við biðjum þér heilla og hamingju. Megi
Guð láta sól sína skína á starf þitt og byggðina, í trú, von
og kærleika um langan ókomin aldur, eins og hann hefir
gjört allt frá landnámstíð. En til þess að hljóta blessun
þurfum við öll að vera Guði og sjálfum okkur trú.
„Ef Guð ekki byggir húsið erfiða smiðirnir til ónýtis,“
segir í Davíðssálmum, ef ég man rétt.
G. J. Oleson
Enn um skírnina
Grein um ungbarnsskírn, er sýnir tvö töluvert andstæð
samtöl þar um, kom mér til að hugsa um þetta mál að nýju
þó í rauninni sé málið altaf í huga mínum, máske oftar en
ekki undir hrúgu af einu og öðru hversdagssafni.
Af hverju gæti það verið rangt að skíra ungbarn?
Þeir sem eru andstæðir ungbarnsskírn, hafa aðeins eina
mótbáru, ef mótbáru skyldi kalla, sem gæti komið til greina.
Barnið á þess engan kost sjálft, að velja eða hafna skírninni.
Þetta eru þó næsta veikur liður. Hefir nokkur heyrt
þess getið, að velunnarar ungabarns afþakki gjafir verald-
legra kenda, peninga eða önnur verðmæti, barninu löglega
gefm en geymd þar til barnið er lögaldra? Það munu fáir
hafa heyrt.
Hvernig myndi fara ef beðið væri með þvott og aðra
hirðu svo sem föt og fæði þar til barnið sjálft gæti sagt til
um það, sem það vildi fá í þessu efni?
Á hverju byggisi skírnin?
Á trúnni á náðarsamlega nálægð almáttugs og kærleiks-
riks Guðs, sem vér trúum að barnið verði aðnjótandi, ef
vér hinir fullorðnu færum Guði barnið á þennan hátt.