Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1952, Page 24

Sameiningin - 01.09.1952, Page 24
70 Sameiningin leikurinn var sá, að Viktorianus óttaðist að fara til kirkju, því að hann hélt, að það mundi vekja andúð hinna hreyknu vina sinna, sem voru hjáguðadýrkendur. Honum óx kraftur við lestur og eftirgrenslan og óttaðist nú, að Kristur mundi afneita honum fyrir hinum heilögu englum, ef hann þyrði ekki að játa Krist fyrir mönnum*). Hann játaði, að hann bakaði sér sekt með því að roðna af blygðun yfir orði þínu og auðmýkjandi leyndardómum þess, en hefði ekki roðnað af bygðun yfir leyndardómum drambsamra hjáguða, sem hann hafði áður hreykinn játað. Hann sagði dag nokkurn alveg óvænt við Simplicanus: „Við skulum fara til kirkju; ég vil verða kristinn!“ Hann fór með honum gagntekinn af gleði. Þegar hann hafði lært fyrstu leyndardóma kristinnar fræðslu, lét hann skrá sig meðal þeirra, er óskuðu endur- fæðingar fyrir skírn. Vakti það undrun Rómverja, en gleði safnaðarins. Loks kom að því, að hann átti að játa trú sína. Það er venja í Róm, að þeir, sem ætla að ganga til náðar þinnar, hafi játninguna yfir í fastmótuðum, utanað lærðum orð- um. Þeir, er það gera, standa á upphækkun frammi fyrir söfnuðinum. Simplicanus sagði, að prestarnir hefðu boðið Viktorianusi að gjöra þetta einslega, en það var leyfilegt mönnum, sem álitið var að yrðu fyrir hindrunum. Hann kaus að játa hjálpræðið frammi fyrir fjöldanum. Hann hafði ekki boðað hjálpræðið, er hann ræddi um mælskulist, og þó hafði hann rætt opinberlega um hana. Hve mikið síður ætti hann þá að skjóta sér undan að tala orð þitt frammi fyrir friðsælli hjörð þinni, þegar hann hikaði ekki við að boða orð sitt fyrir fjölmenni háværra glópa. Þegar hann sté upp, tóku allir, sem þekktu hann að hrópa nafn hans sín á milli. Og hver þekkti hann ekki? „Viktorianus! Vik- torianus!“ hrópuðu þeir í fögnuði." Og var það að undra, þar sem hann var alþekktur, sem verjandi hjáguðanna? *) Sbr. Matt. 10, 33. Lúk. 9, 26, Útrýmdu áhyggjum þínum, með því að telja upp náðar- gjafir Guðs.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.