Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1953, Side 7

Sameiningin - 01.03.1953, Side 7
Sameiningin 5 Daglega veitist oss nú meira og meira af sólarljósinu, og svo kemur vorið og sumarið með sólardaga, fegurð og bjartar nætur, sem minna á hið eilífa og hið óendanlega. Guð gefi, að vér mættum öll á þessari hátíð, er vér í anda dveljum við gröf Krists, finna, að sólin, sól upprisunnar, ljómar um oss, og að vér í nálægð hins upprisna mættum auðgast að vonum og trú og trausti á, að sumarland eilífðar- innar sé vort fyrirheitna land, að þegar vér horfum út yfir gröfina, sem vor allra bíður, og dauðann, þá eigum vér örugga vissu um, að Kristur er upprisinn, að hann lifir og að vér munum lifa. NÝJAR HUGVEKJUR Lífið, sem er Ijós mannanno Eftir séra RÚNÓLF MARTEINSSON, D.D. Úti í vetrarkuldanum er ég staddur. Snjór þekur jörðina, frostið er napurt, vindurinn næðandi. Trén teygja greinar sínar í allar áttir, en þær eru eins og sprek, steindauðar, að því er virðist. Á jörðinni sést ekki eitt blað grænt, og í engum garði er eitt einasta blóm. Hver er orsökin að þessu ástandi? Ég stóð á þessum sama bletti fyrir 6 mánuðum síðan. Þá voru trén al-þakin lifandi grænum laufum, yndis- lega grasbletti mátti sjá hér og þar, og í görðunum voru angandi blóm með mörgum dásamlegum litum. Hvað veldur þessari breytingu? Þetta verk hefir vetrarkuldinn unnið. Hann er eina orsökin. Hann flutti jurtalífinu dauðann. Ef maður vissi ekkert um árstíðirnar, gæti manni dottið í hug, að vetrarkuldinn hefði drýgt fullnaðarmorð á jurtalíf- inu, en vér vitum, að þetta ástand varir ekki nema um stund- arsakir, vitum með vissu, að sumar kemur eftir vetur eins lengi og heimur stendur. En þetta vekur mann til að hugsa um lífið. Jafnvel í mestu vetrarnæðingunum, er unt, á takmörkuðu sviði, að verjast grimdarafli vetrarins. Inni í hlýjum húsum geta blóm lifað hvað sem úti blæs. Einmitt í kulda þessa vetrar fékk ég mér undur smáa grein af lifandi húsblómi. Ég setti hana niður í góða mold í smáum blómsturpotti, gaf þessu litla lífi nægilegt vatn,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.