Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1953, Qupperneq 19

Sameiningin - 01.03.1953, Qupperneq 19
Sameiningin 17 þeirrar kynslóðar, sem nú ber uppi starf kirkjunnar, og hið íslenzka prédikunarstarf sé nú að mestu miðað við smekk og þarfir miðaldra og eldra fólks, er ekki þar með sagt, að guðrækni kirkjunnar hafi vísað íslenzkri þjóðrækni á dyr. Því fer mjög fjarri. Það sem skeð hefir er það, að þjóðrækn- in hefir tekið á sig nýja mynd, hefir færzt yfir á víðtækara svið. „Röddin er rödd Jakobs, en hendurnar eru hendur Esaú.“ Þótt rödd kirkjulýðsins á meðal vor sé að verða æ enskari, eru hendurnar (tilfinningin) enn íslenzkar. Það er margsannað af ótal dæmum að yngra fólkið í söfnuðum kirkjufélagsins, og það jafnvel þeir á meðal þess, sem ekki eru af íslenzkum ættum, láta sér mjög umhugað um alt, sem varðar sóma íslands og niðja þess hér vestra. Það ætti því að vera augljóst mál, að ef mönnum er á annað borð alvara með að vilja efla íslenzka þjóðernismeðvitund og samheldni fólks vors hér vestra, þá ættu þeir að styðja mál- stað kirkjunnar með ráðum og dáð. Hún hefir lifað lengst, og vafalaust á hún sér lengsta framtíð allra samtaka, sem menn hafa myndað með sér hér á vesturvegum. Hið 69. ársþing kirkjufélagsins, sem haldið verður í næstkomandi júnímánuði verður vissulega sögulegt. Það verður fyrsta kirkjuþingið, sem haldið verður utan þeirra landfræðilegu vébanda, sem áður var vikið að. Það verður haldið í kirkju Hallgrímssafnaðar í Seattle, Wash., og sam- komur í sambandi við það verða einnig haldnar í Blaine og í Vancouver, B.C. Aldrei hafa svo fáir farið svo langt til að halda kirkju þing. En það þurfa ekki, og mega ekki vera fáir, sem fara. Söfnuðirnir á ströndinni hafa sýnt mikið á- ræði og velvild með því að bjóða kirkjufélaginu vestur til þinghalds. Vér, hér eystra, ættum að vera fúsir til að taka boði þeirra, enda þótt það kosti meiri tíma og fé en venju- lega. Tvennskonar ávinningur er ferðinni samfara: Vér eflum bróðurböndin og styrkjum félagsheildina með vestur- förinni, — og til þess ber einnig nauðsyn, og auk þess veitist oss tækifæri óvenjulega skemmtilegs ferðalags. Ráðgert er að leggja af stað með sérstakri C. P. R. járnbrautarlest á sunnudaginn 21. júní; komið verður til Vancouver á þriðju- dag, 23. júní, og þaðan farið með gufuskipi um Victoria, B.C., áleiðis til Seattle, en þar hefst kirkjuþingið á miðvikudags- kvöld, 24. júní, kl. 7.30. Ef nógu margir gefa sig fram til ferðarinnar í tæka tíð, fyrir 22. maí, gefst fólki færi á að ferðast út af fyrir sig í sérstökum vagni, og fær auk þess

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.