Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1953, Síða 21

Sameiningin - 01.03.1953, Síða 21
Sameiningin 19 stórt framfaraspor fyrir bæ og byggð, og ber vott um djörf- ung og kærleika fólksins til kirkjunnar. Guðsþjónustur safnaðarins eru mjög vel sóttar, og nú á föstunni hafa sér- stakar bænasamkomur verið haldnar síðdegis í kirkjunni, við góða aðsókn. Prestur Gimli prestakalls, séra Harold Sigmar, veitir norðurhluta Nýja-Islands einnig nokkra þjónustu í prestsleysi þeirra þar, þannig messar hann fyrsta sunnudag hvers mánaðar í Riverton. ☆ ☆ ☆ ☆ Söfnuðurinn að „Brú“ í Argyle hefir í fjögur ár sam- fleytt goldið trúboðs tillag sitt (the Missions Apportionment) að fullu. Er hér vel að verið, og er vissulega athyglis- og eftirbreytnisvert fyrir aðra söfnuði kirkjufélagsins. ☆ ☆ ☆ ☆ Safnaðarstarfið á Kyrrahafsströndinni virðist vera í blóma, eftir fréttum að dæma, sem þaðan hafa boiist. I Blaine er stöðugt vaxandi aðsókn bæði að guðsþjónustum og sunnudagaskóla. Söfnuðurinn er nú að hefja viðgerð bæði á kirkjunni og samkomuhúsi safnaðarins, og kaup prestsins var hækkað á síðasta ársfundi. Nýtt ungmennafélag er myndað í Vancouver í sambandi við söfnuðinn þar, og að- sókn að guðsþjónustum er góð og fer stöðugt vaxandi. Ung- mennakór er nýmyndaður við Hallgrímskirkju í Seattle, og syngur hann við guðsþjónustur kirkjunnar vissa sunnudaga. Meðaltal kirkjugesta er hærra en nokkru sinni fyrr, og fjár- mál safnaðarins í bezta lagi, þrátt fyrir mikinn aukakostnað á árinu í sambandi við aðgerð á kirkjunni. Þessi söfnuður hefir einnig borgað trúboðs tillag sitt að fullu. Presturinn, séra Eric Sigmar, gerir ráð fyrir að fara, ásamt frú sinni áleiðis til íslands, strax eftir kirkjuþing. Býst hann við að dvelja þar árlangt við nám, og heimsækir ef til vill einnig háskóla á meginlandinu. Er þetta er ritað, er það ekki að fullu ráðið, hver tekur við embætti hans í Seattle, en hann hverfur þangað aftur að lokinni ársdvöl sinni í Evrópu. Háskóli íslands í Reykjavík sér þeim hjónum fyrir húsnæði á meðan á dvöl þeirra stendur þar í landi, og veitir prest- inum einnig nokkurn námsstyrk. ☆ ☆ ☆ ☆ Tveir söfnuðir kirkjufélagsins munu minnast 75 ára af- mælis síns á þessu ári. Eru það Mikleyjar söfnuður og Fyrsti lúterski söfnuður í Winnipeg. Mikleyjar söfnuður er talinn 76 ára, en minningarguðsþjónustan fórst fyrir árið sem leið

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.