Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.10.1961, Page 14

Sameiningin - 01.10.1961, Page 14
12 Sameiningin sem kirkjufélag en vér erum einmitt nú. En vér höfum aldrei komizt framarlega innan raða þessarar stóru kirkju, og vér erum hinir smæstu og síðustu meðal hinna þrjátíu og tveggja synoda hennar. Vér erum fæstir að meðlima- tölu og lélegastir í ráðsmennsku vorri, samkvæmt síðasta yfirliti, sem ég hefi séð varðandi þessi efni. Og nú á þessu kirkjuþingi erum vér beðnir að kasta atkvæði voru, og láta í ljós skoðun vora á því máli, hvort hinar þrjátíu og tvær synodur Sameinuðu lútersku Kirkj- unnar, og þar á meðal vér sjálfir, eigi að taka það spor, sem svo lengi hefur verið undirbúið og svo mikið beðið fyrir, framfaraspor til aukinnar lúterskrar einingar. Oss ber að hafa það hugfast, að þó vér séum ekki mannmargir, þá er hlýtt með sömu athygli á rödd vora eins og hverrar ann- arrar af systursynodum vorum, og atkvæði vort er alveg jafn mikilvægt og þeirra. Hverju svörum vér? Eigum vér að snúa hjóli tímans til baka, og ákveða að vera á vorum eigin báti, eins og vér vorum fyrir 1940, er vér gengum í samfélag við Sameinuðu lútersku Kirkjuna? (Sr. Jón Bjarman þýddi) JÓLABÆN BARNA Kom, blíða tíð, með barnsins frið. Kom, blessuð stund, með líkn og grið. Kom, hátíð æðst, og heiminn gist. Kom, heilög nótt, með Drottin Krist. Kom, heilög birta, himni frá. Kom, hersveit engla, jörðu á. Já, kom — og flyt þá fregn á ný að „fætt oss barn sé jötu í.“ Gef öllum börnum blessuð jól með brauð og ljós og yl og skjól. Lát hvern, sem grætur finna frið, — þinn frið, sem ekkert jafnast við. Lát gleymast trega, gróa sár, og gef, að þorni sérhvert sár. Lýs friði yfir fold og sæ, að fari’ um heim í kærleiksblæ. VALD. V. SNÆVARR

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.