Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1961, Side 23

Sameiningin - 01.10.1961, Side 23
Sameiningin 21 Hann gaf líf sitt Guði Séra Friðrik Friðriksson, dr. iheol. Fæddur 25. maí 1868. Dáinn 9. marz 1961 Fyrir nokkrum vikum barst sú frétt hér vestur um haf, að séra Friðrik Friðriksson hefði látizt að heimili sínu í húsi K.F.U.M. (Kristilegt félag ungra manna) í Reykjavík, að kvöldi hins 9. marz. Við dauða séra Friðriks lauk langri og einstakri ævi. Mér segir svo hugur um, að honum muni skipað við hlið mestu manna, sem íslenzka þjóðin hefur alið. Meðan kristni er játuð á íslandi mun hans verða minnzt sem mannsins, sem gaf æsku íslands líf sitt. Ekki ætla ég mér þá dul að gera með fáum orðum glögga grein fyrir ævi þessa merka manns, en bið ég þig lesandi góður að taka viljann fyrir verkið því að ljúft er mér að minnast hans. Séra Friðrik fæddist að Hálsi í Svarfaðardal í Eyja- fjarðarsýslu 25. maí árið 1868. Foreldrar hans voru Friðrik Pétursson, smiður og skipstjóri, og kona hans, Guðrún Páls- dóttir. Á barnsaldri missti hann föður sinn og átti blásnauða og heilsulitla móður. Séra Friðrik ólst því upp á hálfgerð- um hrakningi. Góðar gáfur komu fljótt í ljós og fyrir at- beina vina og skyldmenna og fyrir eigin þrautseigju og viljaþrek, komst hann til mennta. Fyrstu nótt sína í Reykja- vík svaf séra Friðrik milli leiða í kirkjugarðinum, því að hann þekkti engan og átti enga peninga. Þá var hann á leið í skóla. Séra Friðrik náði ekki þeim árangri í skóla sem gáfur stóðu til, enda varð hann að vinna fyrir sér jafnframt náminu. í febrúar 1892 urðu þáttaskil í lífi séra Friðriks. Hinn þrettánda dag þess mánaðar var hann staddur í Þórshöfn í Færeyjum. Hann reikaði um götur bæjarins margar klukkustundir matarlaus, peningalaus og kaldur, því að leið- inda veður var og éljagangur. Hann hafði aldrei ætlað til Þórshafnar, eftir því sem hann segir sjálfur frá, þá ætlaði hann „lengra en til Vestmannaeyja, en styttra en til Fær-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.