Sameiningin - 01.10.1961, Side 27
Sameiningin
25
guðfræðikennari við Wycliffe College í Toronto, og jafn-
framt prestur við St. James dómkirkjuna þar í borg. Árið
1936 fluttist hann til Ástralíu, og átti þar heima upp frá því.
Á barnsaldri fékk hann áhuga fyrir íslandi og íslenzkum
fræðum. Þakkar hann það móður sinni, sem hann tileinkar
fyrstu Passíusálmaþýðingar sínar með þessum orðum: „Til
móður minnar, sem fyrst kenndi mér söguna um krossinn
og vakti hjá mér áhuga á íslenzkri þjóð.“ Kveðst hann hafa
byrjað að læra íslenzku af sjálfsdáðum fimmtán ára gamall.
Nokkra bréflega tilsögn fékk hann í málinu löngu síðar hjá
dr. Jóni Bjarnasyni. Árið 1921 heimsótti hann ísland, og fór
þá rakleiðis á slóðir Hallgríms Péturssonar, á Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd, og víðar. Þessi ferð varð honum mikil fróð-
leiksuppspretta um hagi hins mikla sálmaskálds, og styrkti
ásetning hans að endurskoða fyrri þýðingar sínar á trúar-
ljóðum hans og færast æ meira í fang í þessu efni.
Fyrsta þýðingasafn hans kom út í Lundúnum árið 1913
og nefndist: The Passion Hymns of Iceland. Þessar þýðingar
eru þó ekki eingöngu úr Passíusálmunum, heldur er hér
um úrval trúarljóða að ræða eftir sjö íslenzk sálmaskáld frá
ýmsum tímu. Síðar komu ný þýðingasöfn úr Passíusálm-
unum: Meditatoins on the Cross, Toronto, 1921; og Icelandic
Meditations on the Passion, New York, 1923. Önnur íslenzk
helgiljóð þýddi hann einnig, svo sem Sólarljóð og Lilju.
Allmikið liggur eftir hann af óprentuðum þýðingum úr
íslenzkum ljóðaakri. Yfirleitt einkennast þýðingar hans af
nákvæmri túlkun og djúpri virðingu fyrir viðfangsefninu.
Nokkra viðurkenningu hlaut hann af hálfu íslendinga
fyrir starfsemi sína. íslenzka ríkið sæmdi hann riddara-
krossi, og Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi gerði
hann að heiðursmeðlimi sínum.
Hann lætur eftir sig ekkju, Evu, sem á heima í Sydney,
og tvö börn, son og dóttur, í Bandaríkjunum.