Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 28
26 Sameiningin Valdimar V. Snævarr Hann var vinur Vestur- íslendinga, og lesendum Sameiningarinnar var hann kær vegna sálma og trúar- ljóða, sem eftir hann hafa birzt í blaðinu. Ævistarf hans var skólakennsla og skólastjórn, lengst á Húsa- vík og að Nesi í Norðfirði. Síðustu ár ævinnar dvald- ist hann hjá syni sínum, séra Stefáni að Völlum í Svarfaðardal, og þar lézt hann 18. júlí s. 1. Hann var fæddur 22. ágúst 1883 á Þór- isstöðum á Svalbarðsströnd, og hafði þannig náð næstum 78 ára aldri. Séra Magnús Már Lárusson minnist hans vel og maklega í Morgunbl. (29. júlí 1961). Segir hann, m. a.: „Fræðustarf hans var margþætt, en einbeint af lífsskoðun hans og við- horfi. Hann trúði á mátt fræðslunnar. En það dylst engum, að sú var skoðun hans, að fræðslan þyrfti að einkennast af trú og trausti til Guðs. Hann fór aldrei leynt með það, að menn- irnir stæðu andspænis skapara, sem þeir voru skuldbundnir. En trú Valdimars var óbifanleg, björt og hrein, einkennd af trausti til hins milda föður, er eigi vill neinum tortíma . . . Hann hefir verið talandi dæmi um réttmæti kenning- arinnar um hinn almenna prestsdóm. Eftir hann liggja söfn sálma, sem hann orti. Víða er að finna tækifærisljóð og greinar. Hann var hinn mikli boðberi, meiri prestur en margur hinna vígðu . . . Hann var sjálfur það, sem hann kenndi öðrum að vera; prúður og glaður maður, er öllum vildi vel. Hann var mikill mannkostamaður, greindur vel og hrekklaus, áhugasamur iðinn og réttsýnn.” Auk fyrrnefnds sonar, séra Stefáns, lætur hann eftir sig konu sína, Stefaníu Erlendsdóttur frá Norðfirði, tvo

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.