Sameiningin - 01.10.1961, Blaðsíða 29
Sameiningin
27
sonu, Árna verkfræðing og Ármann háskólarektor, báða bú-
setta í Reykjavík. Einnig tvær dætur, Laufeyju og Guðrúnu.
Sjálfum var honum fyrirmunað fátæktar vegna í æsku
að ganga langskólabrautina. En hann naut þeirrar gleði að
sjá sonu sína halda upp á hæsta tindinn í fræðslukerfi þjóð-
arinnar, sem hann sjálfur hjálpaði til að skapa og unni svo
mjög. Allir, sem til hans þekkja, munu sammála um, að
hann var gæfumaður á Guðs vegum.
Kirkjufélagsfréttir
Séra Walter Becker var formlega settur inn í embætti
sem sóknarprestur St. Stephens kirkjunnar í St. James, af
forseta Kirkjufélagsins, Dr. V. J. Eylands, sunnudaginn 26.
febrúar s. 1. Dr. G. A. Heimann, prestur við St. Peters lút-
ersku kirkjuna í Winnipeg tók einnig þátt í athöfninni, en
hann er stjúpfaðir séra Walters. Dr. Earl Treuch, fram-
kvæmdarstjóri Canadian Lutheran Council, flutti kveðjur.
Séra Walter er fæddur í Winnipeg árið 1918, sonur séra
H. Becker heitins, sem um skeið var forseti Western Canada
Synod. Séra Walter er guðfræðingur frá lúterska presta-
skólanum í Saskatoon, hann hefur þjónað ýmsum sveita-
sóknum á sléttunum í Mið-Kanada, en síðustu árin hefur
hann þjónað söfnuðum í borgum Ontario.
Séra O. Jack Larson, prestur í Árborg, hefir sagt lausum
prestskap þar, og tekið kalli frá “Board of American Mis-
sions” og mun hann takast á hendur að stofna nýjan söfnuð
í Edmonton, Alta. Séra Jack þjónaði í Árborg í fjögur ár.
Á þeim tíma var Árborg-Riverton prestakallinu skipt í
tvennt, og séra Richard Magnuson kallaður til Riverton,
kirkjan á Árborg var einnig endurbyggð og lagfærð að
miklu leyti. Séra Jack var formaður fræðslunefndar Kirkju-
félagsins, meðráðarmaður Viking Luther League, ritstjóri