Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 4
18 kirkjufélagsins, á að vera til þess að vér getum verið sam- einaðir, starfað í sameining, strítt í sameining, beðið í sam- eining, — sameining kristilegrar trúar og vonar, því að félagsskapurinn er stofnaður til viðurhalds, eflingar og út- breiðslu kristindómsins vor á meðal og annara, er vér náum til, en viðkvæði kristindómsins er svo sem kunnugt er þetta: “Svo að allir sé eitt.” Þegar frelsari vor stóð ferðbúinn í kvöldmáltíðarsaln- um í Jesúsalem til að ganga út í dauðann, þá flutti hann bænina einstaklegu, sem er efni 17. kap. í Jóhannesarguð- spjalli, þar sem hann biður fyrir hinum fámenna lærisveina- hópi sínum, er þá var með honum, eins og fyrir öllum hin- um, sem seinna myndi gjörast lærisveinar hans víðsvegar um heim, alt svo lengi er heimur stæði. 1 þeirri bæn koma fyrir þessi dýrmætu orð: “Svo að allir sé eitt”. Hugsunin um sameining hins sundraða mannkyns, hinna tvístruðu jarðar-barna, er ríkari en alt annað í huga frelsar- ans á þessari hátíðlegu stund og hún er fléttuð saman við allan síðari hluta bænarinnar og kapítulans. Frelsarinn vissi vel, hvað var heimsins mesta mein: Það að mennirnir voru sundur tættir, hatandi hver annan, berandi banaspjót hver að annars hjarta. Og hann vissi að þetta myndi fram- vegis verða hið mesta mein mannanna, einnig þar sem myndaður væri að nafninu kristinn söfnuður. Hann skar það í hjartað að hugsa til þess, að svo og svo margir af sínum lærisveinum, það er að segja: fólki með kristnu nafni, myndi verða til þess að halda við sama hatrinu, sama einingarleysinu, eins og svo ríkt var grundvallað hér í mannheimi áður en hann í eigin persónu birti mönnum djúp hins guðdómlega kærleika. Það vakti fyrir honum heiðindómurinn í hans eigin kirkju á ókomnum öldum, sundrung þeirra, sem saman ætti að vera, skortur kærleika á meðal þeirra, er kallaðir væri sérstaklega til að elska hver annan, heift og hefndar- girni í því félagi, sem myndaðist á grundvelli hins himneska kærleika, í því félagi sem héldi uppi krossmerki hans, er lét lífið til þess að allir iengi sameinazt í hjarta guðs. Hann var einmitt í heiminn kominn til þess að gjöra alla menn að börnum guðs og rífa niður “miðvegg girðingarinnar, fjandskapinn”, (Ef. 2.14) slétta út djúpið, sem syndin hafði staðfest bæði milli mannsins hjarta og guðs hjarta og eins milli einstakra manna eða mannflokka. Hvað gat þá verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.