Sameiningin - 01.03.1945, Síða 18
32
einnig á hana, sem vér elskum, hana, sem fagnandi tekur
á móti oss þegar vér komum heim, hana, sem stríkur gremju
lífsins af enni voru 1 einni svipan, — heimilið, sem minnir
oss á börn með tæptandi tungu og saklausum fögnuði, út-
breiddum faðmi og biðjandi augnaráði — er nokkuð til í til-
verunnar ríki, leyfi eg mér að spyrja, er skipar líkan sess
í hjarta mannsins og heimilið? Að eiga gott heimili, sem
maður elskar og þar sem maður finnur sig sælli en á nokkr-
um öðrum bletti á jörðinni, er skilyrðið fyrir því, að lífs-
kjör manns sé bærileg og maður fái notið sín. Að vera
heimilislaus er líkt og að vera útlægur; maður er þá eins
og höggvinn upp frá rót lífs síns og á 'hvergi höfði sínu
að að -halla. Frelsari mannanna lýsti eitt sinn í örfáum
orðum hinni dýpstu fátækt, sem unnt er að komi fram
við nokkurn mann, og hann lýsti þá kjörum sjálfs sín á
jörðinni. “Refar hafa holur og fuglar himins skýli, en
mannsins sonur hefir hvergi höfði sínu að að halla.” Ref-
arnir eiga heimili, fuglarnir eiga heimili, — allt, sem lifir og
drottinn hefir í kærleika skapað, á heimili, en mannsins
sonur var heimilislaus á jörðinni. Hvílík fátækt! En hví
var hann þá heimilislaus? Til að kaupa mönnunum heim-
ilisrétt á ihimnum. Til þess þeir þyrfti ekki að verða heim-
ilislausir menn, þegar þeir verða að flytja úr sínum jarð-
nesku heimkynnum.
Til þessa lands erum vér komnir til að leita að nýjum
heimilurn. Vér yfirgáfum þau, sem vér áttum, og komum
hingað heimilislausir menn. Mörgum hefir tekizt að eignast
ný heimili. Þau kunna að vera fremur fátækleg, en flest-
um þykir víst undur vænt um þau. Því ekki er það ein-
ungis undir húsakynnunum komið, hvernig heimilið er. Þar
sem húsakynnin eru hin fátæklegustu, ef til vill ekki nema
fjórir veggir, má vel vera hið bezta heimili. Og aftur á
móti þar sem húsakynnin eru hin ríkmannlegustu, þar sem
fegurð og skraut blasir við manni um leið og dyrnar eru
opnar, má vel vera kalt og gleðisnautt heimili. Manns-
hjartað er ekki ætíð sælla í konungshöllinni en kotungs-
hreysinu. Hversu ákjósanlegt sem það kann að vera að
eiga heimili, er veitir manni flest af þægindum lífsins, skul-
um vér ætíð hafa það hugfast, að það eru ekki þessi þæg-
indi, sem skapa nokkrum manni í sannleika gott heimili.
Það er lífið, sem lifað er á heimilunum, er gjörir þau að
góðum eða slæmum heimilum. Heimilislífið, hvernig það er