Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1945, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.03.1945, Qupperneq 18
32 einnig á hana, sem vér elskum, hana, sem fagnandi tekur á móti oss þegar vér komum heim, hana, sem stríkur gremju lífsins af enni voru 1 einni svipan, — heimilið, sem minnir oss á börn með tæptandi tungu og saklausum fögnuði, út- breiddum faðmi og biðjandi augnaráði — er nokkuð til í til- verunnar ríki, leyfi eg mér að spyrja, er skipar líkan sess í hjarta mannsins og heimilið? Að eiga gott heimili, sem maður elskar og þar sem maður finnur sig sælli en á nokkr- um öðrum bletti á jörðinni, er skilyrðið fyrir því, að lífs- kjör manns sé bærileg og maður fái notið sín. Að vera heimilislaus er líkt og að vera útlægur; maður er þá eins og höggvinn upp frá rót lífs síns og á 'hvergi höfði sínu að að -halla. Frelsari mannanna lýsti eitt sinn í örfáum orðum hinni dýpstu fátækt, sem unnt er að komi fram við nokkurn mann, og hann lýsti þá kjörum sjálfs sín á jörðinni. “Refar hafa holur og fuglar himins skýli, en mannsins sonur hefir hvergi höfði sínu að að halla.” Ref- arnir eiga heimili, fuglarnir eiga heimili, — allt, sem lifir og drottinn hefir í kærleika skapað, á heimili, en mannsins sonur var heimilislaus á jörðinni. Hvílík fátækt! En hví var hann þá heimilislaus? Til að kaupa mönnunum heim- ilisrétt á ihimnum. Til þess þeir þyrfti ekki að verða heim- ilislausir menn, þegar þeir verða að flytja úr sínum jarð- nesku heimkynnum. Til þessa lands erum vér komnir til að leita að nýjum heimilurn. Vér yfirgáfum þau, sem vér áttum, og komum hingað heimilislausir menn. Mörgum hefir tekizt að eignast ný heimili. Þau kunna að vera fremur fátækleg, en flest- um þykir víst undur vænt um þau. Því ekki er það ein- ungis undir húsakynnunum komið, hvernig heimilið er. Þar sem húsakynnin eru hin fátæklegustu, ef til vill ekki nema fjórir veggir, má vel vera hið bezta heimili. Og aftur á móti þar sem húsakynnin eru hin ríkmannlegustu, þar sem fegurð og skraut blasir við manni um leið og dyrnar eru opnar, má vel vera kalt og gleðisnautt heimili. Manns- hjartað er ekki ætíð sælla í konungshöllinni en kotungs- hreysinu. Hversu ákjósanlegt sem það kann að vera að eiga heimili, er veitir manni flest af þægindum lífsins, skul- um vér ætíð hafa það hugfast, að það eru ekki þessi þæg- indi, sem skapa nokkrum manni í sannleika gott heimili. Það er lífið, sem lifað er á heimilunum, er gjörir þau að góðum eða slæmum heimilum. Heimilislífið, hvernig það er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.