Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1945, Qupperneq 19

Sameiningin - 01.03.1945, Qupperneq 19
33 og hvernig það fer með þá, sem á heimilinu eru, skapast algjörlega af heimilismönnunum sjálfum. Það er í valdi hvers manns, að nokkru leyti að minnsta kosti, að skapa sér gott heimili með daglegri framkomu sinni. En það er líka í hans valdi að gjöra það slæmt eða því sem næst óbæri- legt. Gríski spekingurinn ArchimecLes á að hafa sagt: “Gefið mér einhverja fótfestu, og eg skal setja heiminn í hreif- ing”. Hverjum einstökum manni er það lífsspursmál að fá einhverja fótfestu í lífinu. Hin eðlilega fótfesta fyrir hvern mann er heimilið. Sá, sem eignazt hefir gott heimili, hefir um leið fengið fyrsta skilyrðið til að geta sett heiminn í hreifing, eins og hinn gríski spekngur komst fremur borgin- mannlega að orði; með öörum orðum: unnið lífsstarf sitt þannig, að þaö hafi einhverja þýðing. Englendingar kalla heimilið kastalann sinn. Hvað er heimilið? Ofur-lítið mannfélag með ákveðið ætl- unarverk og ákveðin takmörk. Allt féiagslíf mannanna hvílir á heimiiinu sem sínum fyrsta grundvelli. Það er rótin, sem allt hið umfangsmikla félagslíf mannanna hefir vaxið upp af. 1 hinu geysimikla musteri mannlegs íélags- skapar er heimilið hið alira helgasta. Þær þjóðir, sem lengst eru á leið komnar, bera mesta lotning fyrir heimilinu og friða bezt um helgi þess með lögum sínum. Hið litla mann- félag, er vér köllum heimili, myndast við hjónabandið, þeg- ar þau, sem kjörið hafa hvort annað í ást og kærleik til samfylgdar móti örlögum, sem enginn þekkir, og til sam- vinnu við starfsmál lífsins, fara að búa saman undir einu þaki. Þar er heimilið þeirra. Þar fæðast allar hinar mörgu og fögru framtíðarvonir þeirra, og þar er talað um þær með lágum og lotningarfullum rómi, eins og væri þær of helgar og háar, en um leið of veikbyggðar til að þola skarkala mannlegra orða. Lífið líður, — blæs sumar um koll, byggir aðrar upp. Hjónin, sem byrjuðu tvö ein, verða það, sem öllum hjónum er ætlað, — foreldrar. Hvert á eftir öðru koma börnin eins og sendiboðar sakleysisins úr öðrum og betri heimi með fangið fullt af vonum og draumum og möguleikum. Með þeim kemur eins og nýtt loft inn á heimilið. Þýzkur málsháttur segir: “Mörg börn, mikið faðirvor”. Það er eins og andinn úr faðir-vori fylgi börn- unum inn á heimilin, — eitthvað, sem bljúgt og viðkvæmt og ósjálfbjarga réttir faðminn til himins og biður um vernd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.