Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1945, Side 26

Sameiningin - 01.03.1945, Side 26
40 Þú einn ert líknar—lífgjöf mín, mín lífssól björt er náöin þín. 1 sorgum hjá þér sól mér rís, og sigur lífs hjá þér er vís, og eilífð hjá þér skœr mér skín, og skýin lofa dýrðar-sýn. Þú emn varst blessuð ársól mín, til cefiloka —• birtan þín. Hjá þér býr kraftur kœrleikans, hið konunglega veldi hans; hann rís í mætti helgur, hár, og himinn Ijómar, jörð og sjár. Ó, fagnið Drotni, lýðir lands, Sjá, lífið vex í sporum hans. Hjá þér í hjarta lifna Ijóð og lífsins strengir helgum óð; því anda mannsins œðsta þrá fær auð og lífsins brauð þér hjá. Þér syngi lof alt líf á jörð’ Æ, lít á veika þakkargjörð’ N. S. Thorláksson. í Kobe, Japan, á 73. fæðingardegi, 1930. * Á hinum skelfilegu grimdardögum, sem dunið hafa yfir mannkynið, er freistingin til hefndar nærri óviðráðan- leg. Frézt hefir samt, að Kínverjar séu nærri ótrúlega lausir við hefndarhug gagnvart Japanítum. Noregur hefir sýnt aðdáanlega staðfestu í því að berjast fyrir sannleik- anum, gagnvart þýzka ofbeldinu. En það hefir einnig frézt þaðan að öflin, sem berjast á móti kúgun, ranglæti og lýgi, séu að bvetja þjóðina til stiltrar, réttlátrar hugsunar. Hún er vöruð við hefnigirni. Köllum Guðs kom til Davíðs þegar hann, með trú- mensku var að sjá um kindur úti á víðavangi.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.