Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1945, Page 28

Sameiningin - 01.03.1945, Page 28
42 kristindómsins, og öðru gullvægu í sögu, bókmenntum og göfugum einkennum íslenzkrar þjóðar. Þann sérstaka blæ, sem kristindómurinn hafði fengið í prédikunum Jóns Vídalíns og Hallgríms Péturssonar, ásamt öðrum snildarleið- togum íslenzkrar kristni, vildi hann varðveita hér í hinum nýju átthögum. Um þetta andlega viðhorf vildi hann safna hinum dreifðu Vestur-íslendingum saman. Þeirri samein- ingartilraun helgaði hann lífs og sálarkrafta sína. Þeirri hugsjón brást hann aldrei. Hann var henni trúr til dauðans. Einna athyglisverðasta af öllu, í sambandi við sextugs- afmæli Sameiningarinnar”, tel eg þá hugsun, sem felst í þessu nafni og í því ljósi, sem það varpar á tilgang séra Jóns, með blaðinu. Því miður varð það hlutskipti “Sameiningarinnar”, og það einmitt meðan séra Jón var við stýrið, að eiga nokkurn þátt í deilum um kirkjumál og trúaratriði; en hvaða augum, sem menn líta á aðstöðu blaðsins í þeim málum, er það víst, að tilgangur ritstjórans var aðeins sá að verja hin helgu óðul. Skoðanir og leiðtogar hafa komið fram með Vestur- íslendingum, sem hafa orsakað klofning og sundrung í hin- um andlegu málum. Þessi fámenni hópur Íslendinga í Vesturheimi mátti ekki við því að vera klofinn í tvent eða þrent: í sama litla bygðarlagi nú, ef til vill, tvær andvígar stefnur. Þetta lamaði stórkostlega hið fámenna, veika þjóðarbrot hér vestra. Því máttum við ekki vera í friði með að þroskast hér út frá hinum göfugustu erfðum, sem vér áttum. “Sameiningin” var ávalt trú nafni og upphaflegum til- gangi. Með lúterskan kristindóm, komum vér frá íslandi, og lúterskan kristindóm höfum vér leitast við að varðveita •og þroska hér í landi. Frá því hefir “Sameiningin” ekki vikið. “Sameiningunni” kyntist eg nokkuð frá upphafi vega hennar, man eftir því þegar fyrsta sýnishornið kom út í desember, 1885, las blaðið nokkurnveginn stöðugt, og var samþykkur flestu, sem þar stóð. Fyrsta verk mitt í sambandi við hana var það, ein 3 til 4 ár, að bera hana út um Winnipeg-borg, til kaupenda, mánaðarlega. Eg gjörði það ætíð fótgangandi. Hið næsta verk mitt fyrir blaðið var leyst af hendi sumarið 1899, fyrsta prestskapar ár mitt. Þau hjónin, séra Jón og frú Lára ferðuðust það sumar til íslands, voru eina 5 mánuði í burtu. Hann fól mér, í fjarveru sinni, að sjá um útkomu blaðsins. Ekki get eg kallað það ritstjórn þetta

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.