Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1945, Page 30

Sameiningin - 01.03.1945, Page 30
44 sanna kristni meðal vor. Sjálfsagt er að gefa gaum að góðri meðferð og réttri tilhögun, en mestu máli skiftir hinn kristni vitnisburður. “Eitt er nauðsynlegt”, að líf vort og starf hvíli á hinni réttu undirstöðu: “enginn getur annan grundvöll lagt en þann, sem er lagður, sem er Jesús Kristur”. Það er sameining vor. “Sameiningarinnar’ ’ á 60 ára afmæli hennar í sameining andans er vöxturinn vís, í verndinni Drottins upp sáðkornið rís, til lífsins vor lagður sá forði. Sjá draumarnir rætast, í djúpinu grær, hið dýrðlega áform sem upptök sín fær, frá skaparans eilífa orði. Nú sextíu ára þitt æviskeið er í andlega víðsýnið kraftur þig ber, því frjálst er að leita og finna. Þú veglega starfið í vöggugjöf hlauzt sem veitir þér lífsþróttinn_ hindrunarlaust með hjálp Guðs að vaka og vinna. Þú ung fórst að heiman og ung ertu enn, og inn á hvert heimili kemur þú senn, þú velkomni gesturinn góði. Með íslenzka þolgœðið þrautunum í, og þræðina sterku sem fléttast á ný, — frá glötun er varinn sá góði. Við óskum þess öll sem unnum þér bezt að áfram þú haldir að flytja sem mest, af lifandi lausnarans fræðum. Þeir styðja þig að því sem hýsa nú hann hirðirinn góða, sem veginn oss fann sem liggur að himneskum hæðum. Ingibjörg Guðmundsson, Tujunga, Cal.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.