Sameiningin - 01.03.1945, Blaðsíða 43
57
þing U.L.C.A. í Minneapolis, og nú hefir birst í “Our Parish
Messenger”.
Mér finst að við ekki hafa lært að styðja þessa kristilegu
starfsemi út á við, og utan vébanda okkar eigin safnaða og
sveita neitt nálægt því eins vel og eins samviskusamlega,
eins og starfið heima fyrir. Mér finst það beinlínis átakan-
legt að það skuli ekki vera okkur ljósara, en nú virðist
vera, hve brýn og hrópandi þörfin er að styðja hið víðtækara
kristilega starf með, að minsta kosti eins brennandi áhuga
eins og við styðjum starfið heima fyrir. Mér er ómögulegt
að skilja að það sé að setja markið nógu hátt. ef maður
bindur það við það eitt að líta sem best eftir sínum eigin hag.
Á þingi U.L.C.A. í haust er leið var lögð mikil áherzla á
það bæði beinlínis og óbeinlínis, að þegar gjaldþol manna
hér í álfu hefir mikið aukist, en þarfirnar á hjáip annars-
staðar margfaldast, þurfum við að læra að styðja trúboðs-
starfið, og allt kirkjulega starfið út á við miklu meira en
við höfum áður gjört. Ef t. d. einn lítill sveitasöfnuður hefir
í liðinni tíð gjört það að fastri venju að leggja árlega $25.00 í
starfssjóð kirkjufélags síns, þurfi hann nú að auka það
tillag að minsta kosti um helming, — eða heist að margfalda
það, vegna þess að möguleikar eru meiri og þörfin miklu
meiri. Tillaga Mr. S. O. Bjerring í áminstri ræðu hans mun
vera í fylsta máta sanngjörn, og jafnframt líka mjög heppi-
leg, að hver einasti söfnuður, í samráði við þau félög, sem
innan safnaðarins starfa, setji sér ákveðið mark að stefna
að hvað fjárframlög snertir til kirkjufélagsstarfseminnar.
Þar sem áður hefir verið eitthvað ákveðið til að stefna að,
verður nú að hækka það eftir beztu möguleikum,
Eg held að ein allra bezta leiðin til að auka tillögin frá
hinum ýmsu söfnuðum til hinnar víðtækari kristilegu starf-
semi sé sú, að einstaklingar fari nú að leggja fram tillög frá
sér í þann sjóð, sem söfnuðurinn safnar til hinna almennu
starfa. Mig minnir að fyrr á árum væru margir einstakling-
ar innan okkar kirkjufélags, sem legðu myndarlegar upp-
hæðir frá sér til trúboðs og annarar almennrar kirkjulegrar
starfsemi. Nú virðist þetta hafa algjörlega lagst niður. Og
er það meira en lítið raunalegt að svo skuli vera komið.
Það er stór skaði fyrir alla slíka starfsemi; en það er líka
mikill skaði fyrir þá örlátu gefendur sjálfa. Einhverju góðu
og hollu hefir þannig verið kippt burt úr þeirra lífi. Eg vil
í mikilli einlægni hvetja einstaklinga safnaðanna til að taka