Sameiningin - 01.03.1945, Qupperneq 47
61
efnum og trúarlegum; jafn réttilega gerum við til þeirra
miklar kröfur, hæfandi þeim, sem svo virðulegan sess
skipa og gerzt hafa boðberar hinna æðstu lífssanninda.
En hvað um þær kröfur, sem prestarnir með fullum
rétti mega’gera til okkar kristinna leikmanna? Og öllu
fremur, hvað um þær kröfur, sem kristni og kirkja gera til
okkar? Lítilmannlegt er það og óvænlegt til andlegrar þrosk-
unar, að vera innan kirkjunnar einungis þiggjandi en alls
eigi veitandi.”
Benti ræðumaður síðan á, að áhugasömum leikmönnum
byðust mörg tækifæri til nytsams og andlega auðgandi
kirkjulegs starfs, fyrst og fremst með því að sækja kirkju
sína og taka þátt í guðsþjónustunni, og þá eigi síður í sunnu-
dagaskólastarfinu og í hinum ýmsu safnaðarfélögum, sem
starfrækt eru kirkjumálum til eflingar og til aukinna kynna
og meiri samvinnu meðal safnaðarfólksins. Taldi hann það
eiga að vera metnað leikmanna að eiga sinn fulla skerf í
starfi kirkjunnar inn á viö og út á við.
Dr. Beck vék síðan að hinu ábyrgðarmikla hlutverki
kirkjunnar í heiminum, kröfum þemi, sem gera verður tii
hennar um hluttöku í lausn vandamála mannkynsins, og
lauk máli sínu með þessum orðum:
“Sú sannfæring mín hefir orðið sterkari með ári hverju,
að því aðeins geti varanlegur friður orðið í heimi hér, er
mannkyn allt lærir betur og sannar að ganga á Guðs veg-
um; menn verða, með öðrum orðum, að tileinka sér 1 sem
ríkustum og víðtækustum mæli bræðralags- og kærleiks-
hugsjón kristninnar, ef jörðin á ekki að verða framvegis,
eins og nú á þessum örlagaþrungnu tímum og svo oft áður
í sögunni; blóðvöllur og bræðravíga”.
*
Mikill skortur á prestum í Rússlandi
(Kirkjublaöið)
Skortur á prestum í Rússlandi er mjög tilfinnanlegur.
Fjölda margar kirkjur hafa verið opnaðar á ný, en ekki
reynzt auðvelt að útvega presta til þeirra. — Undirbúningur
er þegar hafinn að opnun prestaskóla, og skipulega er unnið
að því að koma á kvöldnámskeiðum fyrir presta efni. Miðar
starfi þessu vel áfram. — (I.C.P.I.S. Geneva).