Sameiningin - 01.03.1945, Side 51
65
Noregi hefir verið aflstöð mótspyrnunnar gegn yfirgangi
kúgunarvaldsins. Yfirlýsingin kemst svo að orði: “Yér, sem
kristnir menn utan lútersku kirkjunnar viljum bera vitni
um trygð hinna fimm miljón lúterskra kirkjumanna í
Bandaríkjunum við lýðræðið og afbiðja oss að eiga hlut-
deild í þeirri von að næsta sveiflan í rás tímans bindi enda
á áhrif Lúters á Þýzkalandi. Fremur vildum vér vona að þar
mætti endurnýjast andi Lúters, sem skipaði trygð við Guð
ofar öllu öðru.”
Oft er vitnað til þess í umræðum um opinber mál nú,
hver muni vera hugur hermanna þjóðanna um þessi eða hin
mál, sem ofarlega eru á dagskrá. Margir ímynda sér t. d.
að meiri hefndarhugur muni ríkja meðal
Hugur hermanna þeirra gagnvart óvinaþjóðunum en með-
al almennings heima fyrir. Ýmislegt
bendir þó til þess að afstaða þeirra sé einmitt hófstiltari
í ýmsum viðkvæmum málum en þeirra, sem ekki eru í
herþjónustu. Við kosningar í nóvember voru greidd at-
kvæði í ríkinu Colorado um lög, sem miðuðu að því að
hindra að fólk af japönskum ættstofni gæti átt þar eignir.
Lögin féllu heima fyrir, en ýmsir gerðu sér von um að at-
kvæði hermannanna, þegar þau yrðu talin, mundu breyta
niðurstöðunni. Svo varð þó ekki Hlutföllin á móti lögun-
um urðu hærri meðal þeirra er voru í herþjónustu en
annara. Ætti þetta að vera gleðiefni öllum, sem meta hug-
sjónir lýðræðis og mannréttinda. Kirkjunnar lýður ber sér-
staka ábyrgð í þessu efni. Að sjálfsögðu ber að gæta allrar
varúðar að æðisgengið hervald ekki aftur í náinni framtíð
geti tendrað alheimsbál ófriðar, en engu að síður þarf kristn-
inni að vera ljóst að hennar hlutverk er að eflia bræðralag
og einingu. Hvorki hefndarhugur eða hervald læknar mein
þjóðanna eða beinir þeim á heppilegar leiðir.
K. K. Ó.
*
Séra Haraldur Sigmar, D.D., hefir nú sagt upp þjónustu
sinni í hinu víðlenda prestakalli sínu í Dakota, og tekur
köllun Vaneouver safnaðarins. Hyggst hann að flytja til
Kyrrahafsstrandar í júlí-mánuði næstkomandi. Söfnuðirnir
er Dakota prestakallið mynda munu nú þegar byrjaðir á
undirbúningi til prestsköllunar.