Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1945, Page 52

Sameiningin - 01.03.1945, Page 52
66 Biblía í hvers manns höndum (Kirkjuritið) Á 125 ára afmæli Norska Biblíufélagsins komst Berggrav biskup m. a. svo að orði: “Markmið vort er þetta: Biblía í hvers manns höndum. Og bak við það eygjum vér annað mark: Hver maður gleðjist yfir Biblíunni sinni. Vér höfum einnig nálgast það mark. Þeir eru ekki fáir, sem vita það nú, að Nýja testamentið er dýrasta eign þeirra. Þegar vér lítum til baka yfir liðið ár, sjáum vér, hvernig andi Guðs hefir látið orð Guðs verða nýtt fyrir oss og lifandi með hverjum degi. ... Ritningarorð hafa verið eins og dýrar perlur. Fjöldi fólks hefir safnast saman um opna Biblíuna á mótum, í heimahúsum og við Biblíulestur. Margir, sem þola þjáningar, einangraðir frá öðrum, lesa ekkert annað en Biblíuna. Hún er eina ljós þeirra. Fögnuður yfir Biblíunni meiri en nokkuru sinni áður hefir borist um alt landið.” * ÞAKKARORÐ Á sextugs afmœli Sameiningarinnar, finn eg mér skylt, sem framkvæmdarstfóri hennar, að þakka öllum velunnurum hennar þann margháttaða stuðning er þeir hafa veitt ritinu síðan það hóf göngu sína, og þá ekki sízt á því tímabili, sem eg hefi annast ráðsmensku þess; eg þakka þeim öllum hfartanlega, sem unnið hafa að útbreiðslu ritsins með söfnun nýrra áskrifenda og eins hinna, sem hlynt hafa með auglýs- ingum að fjárhag þess. Eg þakka ennfremur ritstjórum Sameiningarinnar, frá fyrstu tíð, fórnfúst starf þeirra í þágu ritsins og kristindóms- málanna meðal fólks vors í þessari álfu. Mrs. B. S. Benson, Framkvstj. Sameiningarinnar.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.