Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 8
urinn er og hinn eilífi friður. Lagt getur maður allar álfur heims undir fót og jafnvel farið hugarfari sínu um alla heima, en hjartað þó setið kyrt út við íshafið Land- fræðilega skoðað liggja kærleiksheimarnir jafnan nærri OS'S. Yér þurfum ekki farbréf að kaupa til fjarlægra landa til þess að finna kærleikann. Auðnudrýgstar eru smáferðirnar í sjálfs manns heimahögum, þar sem mað- ur ferðast með nánustu ástvinum, og þeim mönnum, sem maður daglega á viðskifti við. En er hjartað fer sinna ferða og lætur tilfinningar sínar 'berast frá manni til manns, þá má það ekki án sáttmálsarkarinnar fara. Svo hræðilega villugjarnt sem tilfinningalíf mannsins er, þá er það lífsskilyrði, að heilagur andi Drottins vísi tilfinn- ingunum veg. Svo oft sem ástin verður að hatri, vin- áttan að óvild, góðvildin fær vanþökk að launum, þá þarf við stýrið að hafa sterka hönd hins alvitra Guðs og til- finninga-lífið alt að leggja undir vald heilags anda. Ekki fáum vér fyrir fram vitað, hvað úr ferðum vorum verður á árinu, sem nú er að byrja. Eg vona að vér öll reynum þó eitthvað að ferðast, eitthvað það að kanna, sem nýtt er og fullkomnara en það, sem verið hefir, svo vér fáum aukið manngildi vort og göfgi, og ef unt er fáum að koma fetinu nær sjálfri sáttmálsörk Guðs og sannleika lífsins. Ef til vill verða margar þær ferðir ófarnar á árinu, sem vér nú höfum í liuga í ársbyrjun. Ef til vill fara ekki allir til íslands, sem það ætla sér nú. Ef til vill komumst vér ekki þangað efnalega né andlega, sem vér höfum á- sett oss að fara. Alt er það á æðra valdi. Má vera að svo fari um vor ferðalög, sem um áform Eggerts Ólafs- sonar að sigla yfir Breiðafjörð, og við oss, sem hann, segi hinn gamli þulur, er hjá græði sat: “Lú siglir ei þenna >sjó í dag, þú siglir á Guðs þíns fund.” Fari svo að fyrir einhverjum af oss liggi á þessu ári ferðin hinsta, heimförin til ættjarðar vorrar hinnar himnesku, ])á er því sízt að kvíða, ef sáttmálsörk Drott- ins fer á undan oss vfir fljótið. Sú ferð verður óefað æfintýrið mesta og dýrlega.sta. Eða hví skyldum vér

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.