Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 12
II)
Starfsmál og viðhorf.
Starfsmál í hvaða félagsskap sem er, krefjast þess að þeim
sé haldið uppi meS vakandi áhuga. Þverri áhuginu verður erfitt
fyrir með starfið, þó í sjálfu sér sé. það ekki neittt ofurefli. Ekki
fer kristin kirkja varhluta af þessu lögmáli. Starf það, er hún
hefir með höndum er hugsjónastarf. Meðan hugsjónin er nógu
vakamli hjá þeirn, sem starfið hafa með höpdurn, má búast við
að hún beri uppi starfið. En dofni yfir hugsjóninni, hlýtur starfið
að líða. Eins ef hugsjónin verður eign einungis fárra í bili og á
örðugt uppdráttar, tekur það oft frábæra þrautseigju fyrir þá fáu
að gefast ekki upp, þó hugsjónin sé þeim mjög kær og þeir finni
til þess hvílíkt tjón það væri, að kasta henni fyrir borð. Undir
slíkum kringumstæðum koma fram mörg fegurstu dæmi upp á
það að leggja sig fram í óeigingirni og af alhug fyrir málstað,
sem mönnum er kær. Fyrir þann anda hafa stofnanir og málefni
kirkjunnar dafnað og mörgu verið bjargað við, sem reynst hefir
óviðjafnanlega dýrmætt.
En i frjálsri kirkju, þar sem stjórn kirkjunnar er í raun réttri
í höndum fólksins, er svo mikið undir því komið að hugsjónirnar,
sem hera eiga uppi starfið, séu eign sem flestra. Annars má búast
við því, að starfið deyji, þó það hafi gildi, vegna þess of fáir eru
með. Mörgum finst þetta mjög einfalt úrlausnar. Meirihlutinn
ráði og þannig sé hvað eina útkljáð. En hvergi þarf meirihluti
að gæta sín betur að inisbeita ekki valdi en í kirkjunni. Þeir, sem
starfi einhverju unna, þurfa að eiga umburðarlyndi með þeim, sem
ekki sjá nauðsyn þess. Annars getur það hrundið þeim, sem ekki
kunna að meta starfið enn þá lengra frá og gert >það ólíklegra að
þeir nokkurntíma sjái gildi þess. Þeir, aftur á móti, sem ekki
eru sannfærðir um gildi einhvers starfsliðs, þurfa að gæta var-
úðar að ganga ekki of langt í því að hnekkja málefni og hugsjón
sem öðrum er kær, þó þeir' sjálfir ekki geti verið með því af ráð
og dáð. Annars má búast við, að hugsjóna-akur kirkjunnar verði
sífelt fátækari og áhugamönnum fækki. Gætin framsókn og nær-
gætið íhald þurfa að koma fram í starfsmálum, sem ágreiningur
kann að vera um.
Að þetta sé hugsjón, sem vakað hefir fyrir kirkjufélagi voru,
finst mér sagati bera vitni um. Það hefir átt áhugamenn, sem
lagt hafa inn á nýjar starfsleiðir, þó i fyrstunni hafi lið þeirra
verið fáment. Þeir hafa þekt til þess að flest hugsjónamál byrja
í minnihluta og hvíla oft lengur en skyldi á áhuga og dugnaði
hinna fáu. Þeir hafa borið uppi málefnin, reynt að efla fylgið er