Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 28
2(> því, vinír, og vitið hvort þetta er ekki rétt. Steinveggur bygÖur alveg beinn, hús málaÖ þannig, aÖ hvergi nokkursstaÖar er málið ójafnt, myncl, sem hangir nákvæmlega rétt á veggnum, fjöl, sem er hefluð og slípuð svo vel að hvergi finst galli—vekur ekki alt þetta fögnuð hverjum, sem hefir vit á aö veita hlutunum eftirtekt? Eitt af unaðsríkustu listaverkum, sem eg hefi séð, er velbygður heystakkur, Sumum finst þetta liklega ótrúlegt, en eg segi satt frá tilfinningum mínum. Það er kvöl, að horfa á suma heystakka— þá, sem letin, smekkleysið, hroðvirknin hafa í samlögum reist. En hinir, þar sem hliðarnar risa 'beint upp, risið sem líkast því á gallalausu húsi, stafnarnir beinir eins og veggur, verkð alt ímynd vandvirkninnar—slíkt verklag verðskuldar aSdáun allra góðra manna. Vandvirkni ætti að vera óaðskiljanlegur hluti af trúar- brögðum allra manna. Hið altsjáandi auga hvílir á öllu verki voru. Hver einasta athöfn vor er framkvæmd frammi fyrir augliti Guðs. Geturðu hugsað þér þá umibreyting, sem yrði á heiminum, ef þetta yrði á þessu ári ljóst og lifandi i meðvitund hvers einasta manns á jörðunni? Einhver lesandinn ætlaði að fara að segja, að það væri ekki mikið guðsorð í þessari ritgerð. Tæpast segir hann það nú. Svo má bæta við þessu úr Biblíunni sjálfri. “Sex daga skalt þú erfiða og vinna alt þitt verk” (2. Mós. 20:9). “Vér áminnum yður, bræður. . . .að leita sæmdar í því að lifa kyr.látu lífi, og stunda hver sitt starf og vinna með höndum yðar eins og vér höfum boðið yður (T. Þess. 4:10,11J. “Ef einhver vill ekki vinna, þá á hann heldur ekki að fá að eta” (2. Þess. 3:10,). Þér minnist líka orða frelsarans er hann sagði: “Faðir minn starfar alt til þessa; eg starfa einnig.” fjóh. 5:17). “Mér ber að vinna verk þess er sendi mig, meðan dagur er; það kemur nótt þegar eng- inn getur unnið.” JJóh. 9:4). Eg enda svo þessi orð með bænarversi, sem oft hefir hjálpað mér. “Vinnutími æfin er; ár og síð á lífstíð minni, Drottinn minn, til dýrðar þér dyggilega gef eg vinni. Gef min störf til góðs æ leiði, gef þau út þitt ríki breiði.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.