Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 20
18
Aramóta-hugleiðingar.
Eftir Séra Hjört J. L,eó.
Allir menn eiga þaÖ sameiginlegt að leita sælu. Menn keppa
eftir einu eSa ööru í lífinu. Einn vill verða auðmaÖur og keppir
aS því takmarki eftir föngum. Annar leitast við að ná sem mestu
áliti í augum meðborgara sinna. Sumir keppa að því takmarki
einu að auka þekkingu sína. Aðrir þrá skemtanir og stundar-
nautnir. Hefi eg þó ibent á aðeins fá dæmi af mörgum.
Hví leggja menn ofurkapp á þessa hluti ?
Hver fyrir sig mundi svara: Mér finst eg verða sælli ef eg
næ þessu takmarki. Annars yrði lífsstefna mín alt önnur.
En ekki þarf nema það eitt að benda á afleiðingarnar til að
sýna, að það er fremur undantekning en regla, að sönn og varan-
leg sæla veitist með þvx að keppa eftir slíku.
Er auðmaðurinn sælli en aðrir menn? Auðvitað getur hann
veitt sér alt það af “gæðurn þessa heims,” sem hugurinn þráir. En
áhyggjurnar aukast. Baknag annara manna verSur háværara.
Sumir eru hvorki óhræddir um auð sinn eða líf sitt. — Jafnvel
konungaimir finna til þess stundum að hásætin skjálfa.
Þeir, sem eftir áliti sækjast, fá naumast betri útreið. Sumir
dá þá fyrir afrek þeiri'a; aðrir hata þá fyrir sömu fraiukvæmdir.
Er þá furða þó þeir að lyktum verði þreyttir og vonsviknir. Gyð-
ingarnir æptu “Hósanna syni Davíðs,” á pálmasunnudag og fimtn
dögum síðar “Krossfestu, krossfestu hann.”
“Sá, sem eykur þekkingu sína eykur raunir sínar,” segir
fornritið. Því miður er þetta satt. Spursmálin, sem úrlausnar
krefjast en ósvarað er, verða miklu fleiri, en þau, sem hægt er að
svara. Mesti stærðfræðingur heimsins, Sir Isaac Newton, sagði
einhverntíma, að við værum að safna skeljum i fjörunni, en þekt-
um ekki haf sannleikans. Hygg eg að hann hafi fundið sárt til,
er hann varð að viðurkenna sannleika þann. “Hinir vitru jxita
hve lítið þeir vita.” Smámennin ein geta gortað af þekkingu;
]xað er eðli þeirra.
Skemtanafíflin leita stundarnautna. En flautir þær veita
engri sál nærandi fæðu. Fyr eða síðar ber samvizkan því vitni,
að tima og tækifærum hefir til ónýtis eytt verið. Þá,—er sá sem
hefir eytt æfinni í skemtanaleit finnur til hungursns mikla eins og
drengurinn, senx dæmisagan um soninn tapaða segir frá,—segir
hann: “Eg vil taka mig upp og fara til föður míns.”—
Er nú nokkur furða þó Bók Prédikarans telji alt undir sól-
unni hégóma? Er nokkur fui'ða þó Kristján skoði “lífið' alt blóð-