Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 26
24 Viima. Til er tvennskonar vinna, andleg og líkamleg. Sumir hugsa, að þaÖ sé engin vinna að vera prestur eða kaupmaður; þeir hafi víst ekki mikiÖ til að verÖa þreyttir af, sem hafi ekkert annað að gera en standa við búðarborðið, eöa sitja inni á skrifstofu við lestur og skrift, en öll áreynsla er vinna, hvort hún er andleg eða líkamleg. Sumir hyggja líka að þeir séu orðnir meiri menn, ef þeir hætta að vinna grófa vinnu. Þeir menn eru dálítið svipaðir Faríseum, sem héldu, að þeir saurguSust af syndinni, ef þeir reyndu til að hjálpa föllnum bróður. Eins finst sumum það vanvirða að bera út ösku, moka fjós, eða að höggva brenni. Þeir aðgæta það ekki, að þessi hugsunarháttur er vanvirSa. Það getur ekki verið vanvirða að nokkurri nytsamri kunnáttu. Að geta lagt haga hönd á sem flest nytsöm verk, er hverjum manni sómi. Hjá Gyðingum í fornöld var það skylda, að allir drengir lærðu handverk. 1 því efni voru þeir oss fremri. E'kki ætti nokkurt barn í nokkru landi aS vera svo uppalið, að það ekki lærði að vinna. Með því á eg við bæði líkamlega og andlega vinnu. Hin líkamlega ætti að vera talin óhjákvæmilegt skilyrði j^roskans. Margir verja seinni hluta æfinnar til andlegra starfa. Andinn lifir þá, að nokkru leyti á líkamanum. Gróði er það fyr- ir hvern þann mann, að hann hafi náS góðum líkamlegum þroska í æsku, en það er því sem næst ómögulegt nema að sá unglingur hafi unnið líkamlega vinnu. Það er einnig sannleikur, að líkamleg vinna þroskar sálina jafnframt líkamanum. Ekki hefi eg nokkurn tíma kynst einu einasta verki svo einföldu, að ekki þurfi að læra það. Surnar hreyfingar í nútíðar verksmðijum eru svo óbrotnar og margæfS- ar, að þær krefjast ekki neinnar hugsunar, en það er ekki tilfellið með neitt nýtt verk. Undantekningarlaust þarfnast það athugun- ar. Oft er athugunin, sem þörf er' á, svo mikil og margbrotin, að úr því verður veigamikil og heilbrigð mentun. Eg hefi það fyrir satt, aS hver drengur, sem hefir alist upp við nytsemdarstörf á heimili sínu, honum kent að vinna vel, vinna margvísleg störf, og vinna svo, að hann hafi oft fundið til hæfilegrar líkamlegrar þreytu, hafi með þessu lagt góðan grundvöll undir nytsamt æfi- starf. Abraham Lincoln vann harða skógarvinnu og margt annað líkamlega erfitt í æsku, og var það eitt atriðið, sem gerði hann hæfan til aS vera forseta Bandaríkjanna á erfiðasta tímabili í sögu þess lands. Páll postuli lærði tjaldgerð í ungdæmi sínu,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.