Sameiningin - 01.01.1930, Blaðsíða 11
0
til California og víðar. Árin næstu á eftir 1920 fluttist mesti
fjöldi ungs fólks suður til stórborganaa i Bandríkjum, og fæst
af þvi hefir komið aftur. Auk þess tvístrast hin unga kynslóð út
um alla iborg, og flest giftist það fólk nú orðið enskum. Þarf
þá ekki að spýrja hvert stefnir.
Hefði kirkja Vestur-íslendinga borið gæfu til þess að vera
ein og óskift, þá hefði verið þess nokkur von, að sá félagsskapur
hefði haldist við all-lengi. En nú er ekki þvi að heilsa. Þótt
hvorttveggju kirkjufélögin þiggi nú peningalegan styrk “að sunn-
an’’ frá sinum samherjum þar, þá vegur það ekki upp á móti inn-
byrðis sundrung Vestur-lslendinga og dreifing þeirra út um alla
álfu, að ógleymdu náttúrlegu lögmáli dauðans, sem þeir, sem
aðrir, verða að lúta.
Það er hverjum manni jafnan nauðsynlegt að horfast sann-
leikanum í augu. Og fyrir því hefir á þetta ástand verið bent nú,
að það er kirkjufélagi voru nauðsynlegt að átta sig á því, og sniða
sér stakk eftir vexti. Enn um hríð má halda saman og njóta gleði
í kirkjulegu samfélagi safnaðanna á dreifingunni, ef tillit er tekið
til þess, hversu smár akurbletturinn er og honum verður ekki of-
boðið með tilraunum til meiri framleiðslu, en hann orkar. °g urn
að gjöra, að ekki sé annað færst í fang en það, sem menn eru
nokkurn veginn samhuga um. Ef sú varkárni er ekki viðhöfð,
ber fyr en ella að feigðarströndum.
Það er og augljóst, að sé um kirkjulega framtíð að ræða, sem
vér vonum, þá ber áherzlu alla að leggja á hið kirkjulega starf
meðal hins unga fólks. Ef yngri kynslóðin ekki safnast um merk-
ið og ber það fram, þá er það fallið. Og eldra fólkið má ekki
bíða þangað til það er dautt. Þeir, sem borið hafa merkið að
þessu, og borið það margir frábærlega vel, verða að taka höndum
saman með unga fólkinu og fá unga fólkið til að taka höndum
saman við sig, meðan hvorttveggja kynslóðin er enn við lýði.
Þó mörgu þurfi að breyta, og hinir eldri kunni að sakna margs
frá fyrri tíð, þá er það með eldri kynslóðina, eins og með góð
foreldri, hún fórnar sínu fyrir blessun barna sinna. Kirkjufélag
vort og söfnuðir þess eiga líf sitt komið undir æskunni og starfinu
kristilega meðal unga fólksins.
Framtíðar-spursmálið er þetta: Getur kirkja vor haldið á-
fram hjá afkomendum vorum, þó þeir mæli á enska tungu og sé
hérlendir að háttum öllum og siðum ? Vér svörum, í trausti til
Guðs náðar: Já.
—R. B. J.